Lesið hægt og skýrt og gætið þess að barnið sjái á bókina.

Útskýrið orð sem koma fyrir í textanum t.d. hikandi, ljúffengur, glorsoltinn, úrvinda, óþægindi. Ekki er þó þörf að spyrja alltaf hvort barnið skilji orðin.

Gott er að tengja útskýringar við atburðarásina í sögunni eða reynsluheimi barnsins.

Biðjið barnið að endurtaka orðið sem þið eruð að skoða saman og fá það til að útskýra með sínum orðum.

Lesið sömu bókina oft (sérstaklega fyrir ung börn), þá verður barnið meiri þátttakandi í lestrinum.

Ræðið söguna og leikið ykkur með málið:

  • Talið um sögupersónur og staðsetningu sögunnar
  • Leggið áherslu á hvernig sagan byrjar og hvernig hún endar
  • Finnið orð sem ríma við orð í sögunni
  • Klappið atkvæði
  • Hvaða staf/hljóð eiga sögupersónur

 

Lestur með barninu á að vera gæðastund!