Barn sem á erfitt með að ná tökum á málinu hefur oft lítinn áhuga á að hlusta á lestur, þá þarf að kenna því að njóta bókar.

  • Leyfið barninu að velja bókina sjálft og virðið val barnsins.
  • Leyfið barninu að halda á bókinni og stjórna hvenær á að flétta blaðsíðunum.
  • Leikið atburðarásina og gefið sögupersónum rödd.
  • Ef barnið missir áhugann þá breytið lestrinum með því að gera eitthvað fyndið eða ákveðið að hætta til að forðast neikvæða upplifun.

Markmiðið er ekki að ljúka bókinni heldur að njóta stundarinnar.

Lestur með barninu á að vera gæðastund!