Entries by Helga Ágústsdóttir

Íslenskur námsorðaforði

Út er komin grein eftir Auði Pálsdóttur og Dr. Sigríði Ólafsdóttur um lista yfir íslenskan námsorðaforða (LÍNO-2). Í greininni er farið yfir tilurð listans og þær rannsóknir sem byggt er á. Listinn ætti að vera skyldulesning allra grunnskólakennara þar sem hann byggir á tíðni orða í íslensku lesmáli. Orðin eru flokkuð eftir tíðni og þau […]

Endurbætt Myndaþema (Bildetema)

Búið er að uppfæra og endurvinna Bildetema myndaorðabókina á íslensku. Myndaorðabókin byggir á ljósmyndum og er þemaskipt. Hvert orð er tekið upp á íslensku og hægt er að hlusta á orðin. Margir kaflanna skiptast í undirhugtök. Til dæmis inniheldur kaflinn um Manneskjur og líkama nokkra undirkafla. Þegar valinn er kaflinn: Líffæri í líkamanum birtast hugtök […]

Auðskilið mál á RÚV

Á vef RÚV er nú hægt að lesa fréttir á auðskildu máli. Þetta frábæra framtak eykur aðgengi margra hópa að fréttum og fréttatengdu efni og nýtist mörgum hópum, ekki síst byrjendum og styttra komnum í íslensku. Ásamt fréttum á auðlesnu og skýru máli eru einnig útskýringar á hugtökum.

Val á grímubúningum

Vöndum valið þegar við veljum grímubúning. Hér má finna útskýringar á hvað ber að hafa í huga við val á grímubúning. Skjalið var tekið saman af Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar og því má dreifa til foreldra og starfsfólks. Íslenska Pólsk þýðing Arabísk þýðing Úkraínsk þýðing 

Skilaboð frá skóla

Nýuppfærður vefur Reykjavíkurborgar hefur skilið ýmislegt gott efni eftir á gamla vefnum. Efnið er ekki horfið. Hægt er að nálgast skilaboð frá skóla síðuna hér. Gamli vefurinn er enn aðgengilegur á 2021.reykjavik.is