Entries by inga

Íslenska til alls – íslensk málstefna

Árið 2008 kom út ritið Íslenska til alls – tillögur íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu og þann 12.mars 2009 samþykkti Alþingi Íslands eftirfarandi þingsályktun um íslenska málstefnu: ,,Alþingi ályktar að samþykkja tillögur Íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu sem opinbera stefnu í málefnum íslenskrar tungu.“ ,,Alþingi lýsir yfir stuðningi við það meginmarkmið tillagna Íslenskrar málnefndar að íslenska verði […]

Tungumál er gjöf – Fríða Bjarney Jónsdóttir

Öll börn læra tungumál og sum börn læra fleiri en eitt tungumál strax á unga aldri. Tungumál er gjöf er vefur fyrir leikskóla þar sem markmiðið er að efla mál og læsi barna sem læra íslensku sem annað mál. Vefurinn er stuðningsefni fyrir leikskólakennara til að skipuleggja starfið með börnunum í leikskólanum og styðja foreldra […]

Sögugrunninn – Guðrún Sigursteinsdóttir

Sögugrunnurinn er námsgagn sem hannað er til að fá börn til að tjá sig, segja frá eða segja sögu. Hægt er að nota hann með börnum frá tveggja ára aldri. Í Sögugrunninum eru á annað hundrað mynda og orðmyndir sem hægt er að nota til að tengja talmál og ritmál og vinna með uppbyggingu málsins […]

Orð af orði

Guðmundur Engilbertsson lektor við kennaradeild Háskólans á Akureyri og doktorsnemi við Menntavísindasvið HÍ heldur úti öflugri síðu með fræðslu um orðaforðann og eflingu hans. Síðan heitir Orð af orði.

Doktorsritgerð Sigríðar Ólafsdóttur

Meginmarkmið rannsóknar Sigríðar Ólafsdóttur 2015 var að kanna hve hratt og hvernig íslenskur orðaforði og lesskilningur þróast hjá ísl2 nemendum í fjórða bekk til áttunda bekkjar grunnskóla, einnig tengsl á milli þessara færniþátta. Þá var leitast við að skoða hvaða áhrif mállegir, félagslegir og aðrir umhverfisþættir hefðu á þróun orðaforða og lesskilnings. Að síðustu var […]