Í leikskólanum Borg blöstu við okkur þessi skilaboð og eru þetta orð að sönnu. Við verðum að gefa okkur tíma til að hlusta á börnin og hvetja þau til frásagnar.
Gott getur verið að endurtaka það sem barnið segir, því þá upplifir það að verið sé að hlusta og hvetur það jafnframt til áframhaldandi samræðna.
Settu orð á allar athafnir og tjáðu þig á fjölbreyttan hátt við barnið. Kenndu barninu ný orð í umhverfinu og í daglegum athöfnum.
Vertu orðaforðafréttaritari barnsins!