Í leikskólanum Miðborg er unnið út frá hugarkortum að ýmsum verkefnum.

Hugarkort geta verið mjög hjálpleg þegar verið er að setja niður verkefni og sérstaklega þegar markvisst er lagt inn í orðaforðabanka barnanna.

Fjölbreytt nálgun á verkefnum dýpkar skilning og eflir orðaforðann. Fjöldi orða skiptir miklu máli, en ekki síður dýpt orðaforðans (tengsl orða og hugtaka).