Á myndinni hér að ofan má sjá nokkur orð úr bókunum Hvalir, Köngulær og Tunglið, sem eru í bókaflokknum Milli himins og jarðar. Þetta eru bækur fyrir börn á yngsta stig sem náð hafa tökum á undirstöðuatriðum lestrar.

Þessi orð eru úr svo kölluðum millilagsorðaforða.Það eru orð sem hægt er að nota í margvíslegum aðstæðum. Orð úr þessum flokki eru mjög mikilvæg til að auka lesskilning. Ef börn þekkja orðin úr þessum flokki eiga þau auðveldara með að skilja það sem þau lesa.

Nýjar íslenskar rannsóknir benda til að börn þurfi að skilja 97,8% orða í náttúrufræðitexta til að ná a.m.k. 70% skilningi á lesskilningsprófi. (Erla Lind Þórisdóttir, 2017. Orðaþröskuldur íslenskra grunnskólanemenda á miðstigi, (óútg. meistararitgerð). Háskóli Íslands, Reykjavík af http://hdl.handle.net/1946/28485)