Vertu viss um að hafa athygli barnsins áður en þú talar við það – nefndu nafn þess

  • beygðu þig niður að barninu – leggðu hönd á öxl þess – náðu augnsambandi

Endurtaktu það sem barnið segir

  • endurtaktu bæði orð og setningar – þá upplifir barnið að þú sért að hlusta og það hvetur til áframhaldandi samræðna

Tjáðu þig á fjölbreyttan hátt – rödd, svipbrigði, bendingar

  • vertu lífleg/-ur þegar þú talar við barnið – notaðu bendingar, látbragð og mismunandi svipbrigði til að leggja áherslu á orð

Settu orð á allar athafnir,  alltaf – notaðu einföld orð og endurtaktu

  • lýstu daglegum athöfnum – lýstu því sem þú ert að gera – talaðu hægt og skýrt – endurtaktu

Bættu við það sem barnið segir – umorðaðu og útvíkkaðu

  • þetta er gullna reglan í málörvun og ekki hætta að nota hana þegar börnin verða 3ja ára – þegar barn segir: ,,Sjáðu bíll“ Þá gætir þú sagt: ,,Já, sjáðu þarna er rauður bíll“ – ef barn segir: ,,Sjáðu gult bíll“ Þá segir þú: ,,Já, sjáðu þarna er gulur bíll“ – EKKI BENDA Á MISTÖKIN

Kenndu barninu ný orð í umhverfinu og notaðu öll skilningarvit

  • kenndu ný orð á eftirminnilegan hátt, t.d. með því að leyfa barninu að snerta, horfa, lykta og jafnvel bragða á ,,orðinu“ (t.d. kartafla/jarðepli) – notaðu söngva, rímur og þulur – notaðu tækifærið í útiveru og kenndu orð í gegnum athafnir s.s. grafa, skríða, sveiflast, rúlla – notaðu tækifærið hvar sem

Gefið tóm til umhugsunar, stundum þarf að gefa nokkrar sekúndur – munið augnsamband og athygli á barninu

  • barnið þarf oft tíma til að hugsa – mundu samt að halda athyglinni á barninu

Vandið spurningar, þær eiga að vera opnar og leiða til samtals

  • ekki spyrja of margra spurninga – góð spurning gefur barninu tækifæri til að hugsa dýpra – opnar spurningar byrja á: ,,Hvernig gerðist…“ ,,Hvað fannst þér…“ ,,Hvernig hefði…“ ,,Hvað gæti…“ ,,Hvers vegna…“

Hrósaðu  barninu fyrir að tjá sig og endurtaktu rétt án þess að benda á mistök

  • endurtaktu alltaf rétt og alls ekki benda á mistök, ef einhver eru – ef barn segir: ,,Ég hlaupaði á róló“ Þá gætir þú sagt: ,,Já, varstu að hlaupa á róluvellinum“

Það á að vera skemmtilegt að læra málið!

  • því meira sem barnið sér þig leika með málið – því líklegra er að það leiki með það sjálft

Byggt á efni frá Communication Trust.