Í flestum leikskólum er unnið markvisst með rím. Í Rofaborg voru börnin að leika með rímspil. Þetta vekur alltaf gleði að leika sér svona með málið.
- Það er rím þegar orð eða orðahlutar hljóma saman.
- Rímorð sem eru eitt atkvæði kallast einrím eða karlrím, sbr. hús – mús – lús – krús.
- Rímorð sem eru tvö atkvæði kallast tvírím eða kvenrím, sbr. baka – kaka – vaka – mjaka – taka.