Færslur
Fræðsla um tungumálastefnu fjölskyldunnar á fjölbreyttum tungumálum
Ráðgjafar og brúarsmiðir Miðju máls og læsis hafa tekið saman glærur á nokkrum tungumálum um tungumálastefnu fjölskyldunnar. Fjallað er um hvaða tungumál eru notuð innan fjölskyldunnar, hagnýt ráð fyrir foreldra um tungumálanotkun og leiðir til að viðhalda tungumálunum.
Glærurnar má nálgast hér fyrir neðan:
Fræðsluefni fyrir foreldra tví- og fjöltyngdra barna
PEaCH er stytting á enska heitinu Preserving and promoting Europe’s cultural and linguistic heritage through empowerment of bilingual children and families, sem á íslensku væri mögulega hægt að þýða sem: Evrósk tungumálaarfleifð og menning sett í fókus með valdeflingu tvítyngdra barna og fjölskyldna.
Ítarleg handbók frá PEaCH um máluppeldi.
Hér fyrir neðan má finna stutt fræðslumyndbönd á ensku um hvernig foreldrar geta stutt við málþroska tví- og fjöltyngdra barna.




PEaCH