Færslur

Orð í gluggum

Orð í gluggum by Helga Agustsdottir

Heiða talmeinafræðingur, sem rekur fésbókarsíðuna Blaðrað á biðstofum, kom með þá frábæru hugmynd að setja orð í glugga líkt og í vor voru settir bangsar út í glugga.

Við á MML gripum hugmyndina um orðafjársjóðsleitina og settum saman nokkur verkefnablöð sem hægt er að nýta við fjársjóðsleitina.

Orð í gluggum – verkefni

Möguleikarnir á því að nýta orðin eru nánast óendanlegir og hægt er að útfæra fjársjóðsleitina eftir aldri barna og þroska.

 

Fyrir foreldra:

  • Tölum saman um orðin
  • Veltum þeim fyrir okkur
  • Vekjum athygli á jákvæðum orðum og hvað falleg orð geta haft mikla þýðingu
  • Æfum okkur að nota orðin í setningu
  • Samvera og spjall

Fyrir kennara:

  • Vinnum með orðaforða á fjölbreyttan máta
  • Búum til setningar með orðunum
  • Nýtum orðin sem kveikju að ritunarverkefnum
  • Söfnum upplýsingum og veltum þeim fyrir okkur
  • Ræðum um líðan og vekjum athygli á þeim hugrenningatengslum sem vakna út frá orðum
  • Söfnum samheitum
  • Nýtum orðin í orðflokkagreiningu
  • Vinnum með lýðræði og kjósum til dæmis:
    • Frumlegasta orðið
    • Skrýtnasta orðið
    • Orð vikunnar
  • Tengjum orðaforðavinnu við nærumhverfið

Hér er áskorunin á fleiri tungumálum: