Færslur

Stutt við námsorðaforða

Auðskilið mál á RÚV

Á vef RÚV er nú hægt að lesa fréttir á auðskildu máli. Þetta frábæra framtak eykur aðgengi margra hópa að fréttum og fréttatengdu efni og nýtist mörgum hópum, ekki síst byrjendum og styttra komnum í íslensku.

Ásamt fréttum á auðlesnu og skýru máli eru einnig útskýringar á hugtökum.

PWIM aðferð

  1. Velja mynd sem hentar (ljósmynd, teiknuð mynd, mynd sem barnið tekur sjálft úr umhverfi sínu)
  2. Þekkir nemandinn eitthvað á myndinni
  3. Nefna það sem er á myndinni (gott að draga línu frá hlut/atriði og segja og skrifa orðið stafa orðið og kynna/tala um það)
  4. Lesa orðið upphátt og rifja upp
  5. Nemandinn/kennari les orðið og flokkar/vinnur með það; fyrsta/síðasta hljóð, samhljóðasambönd, rím, atkvæði, sérhljóðar, rót, kyn, tíð, endingar, tala, samsett , o.s.frv.
  6. Lesa og rifja upp orðin (segja, stafa, segja)
  7. Má bæta við orðum
  8. Nemendur fá orðin og klippa niður og tengja við mynd
  9. Vinna verkefni tengdum mynd og orðum. Nota setningar sem tengja orð og mynd.
  10. Hægt að vinna áfram: setningar, ritun o.s.frv.
  11. Nota myndirnar/orðin til að búa til orðalista sem má svo vinna með áfram (ritun…)PWIM mynd frá Þorbjörgu Halldórsdóttur