Sérsniðin ráðgjöf fyrir grunnskóla, leikskóla og frístundamiðstöðva
Miðja máls og læsis býður öllum leik- og grunnskólum og frístundamiðstöðum upp á fræðslu og ráðgjöf um mál og læsi. Fræðsluna er hægt að sníða að þörfum hvers og eins, s.s. stutt erindi, námskeið, fræðslufundi, vinnufundi og ráðgjöf með eftirfylgd.
Beiðni um ráðgjöf, fræðslu eða námskeið sendist til mml(hjá)reykjavik.is
Dæmi um fræðslu og ráðgjöf frá Miðju máls og læsis
Fjölbreyttur tungumála- og menningarbakgrunnur
Hugtakanotkun.
Hvað segja rannsóknir?
Fræðsla og ráðgjöf sniðin að hverri starfsstöð.
Móttaka nýrra nemenda
Hagnýtar leiðir, fræðsla og ráðgjöf sniðin að hverri starfsstöð.
Íslenska sem annað tungumál
Námsgreinin íslenska sem annað tungumál og hæfnirrammar Aðalnámskrár, kafli 19,4.
Hagnýtar leiðir og verkfæri.
Foreldrasamstarf
Fræðsla og ráðgjöf sniðin að hverri starfsstöð
Bernskulæsi
Umræða um málþættina
- Þroskaþættir
- Gæðamálörvun
- Bein vinna með mál- og læsisþætti
Hvernig á að lesa fyrir börn
Samræðulestur
Námshugmyndir (orðaforði, frásagnir, samskipti, hlustun o.fl.)
Lýðheilsa
Mál og læsi í frístund
Í daglegu starfi
Rýna í vikuáætlun
Læsi í víðum skilningi
Samræðulestur
Mál og læsi í grunnskóla
Lesfimi, umskráning, lesskilningur, hlustun, ritun, stafsetning, lestrarvandi, framsögn o.fl.
Læsi á yngsta- mið- eða unglingastigi
Læsi í víðum skilningi
Fræðsla fyrir skólaliða/stuðningsfulltrúa
Hvernig á að hlusta á börn lesa?
Hvernig er hægt að efla orðaforða og lesskilning barna?
Fræðsla sniðin að hópnum hverju sinni
Lestrarþjálfun og lesskilningur á mið- og unglingastigi
Leiðir í vinnu með mál og læsi
Kennsluhugmyndir
Læsi og umhverfi
Hvað gerir þú í stofunni þinni til að styðja við samskiptafærni í leik- og grunnskóla eða frístund?
Mál og læsi leikskólabarna - fyrir uppalendur
Fræðsla fyrir foreldra, forsjáraðila, ömmur og afa um málþroska og orðaforða. Að lesa er ekki bara að lesa.
Mál og læsi grunnskólabarna - fyrir uppalendur
Fræðsla fyrir foreldra, ömmur og afa um málþorska og orðaforða.
Að láta lesa heima/heimalestur
Eflum bóklestur - bókasmakk
Leiðir til að kveikja áhuga barna á bóklestri.
Dyslexia og tækni
Nám stutt af tækni. Hvað nýtist nemendum með dyslexíu?
Spjaldtölvur í starfi með mál og læsi
Upplýsingar um forrit.
Hugmyndir og leiðir.
Hagnýting gagna
Hvernig nýtum við niðurstöður í þágu barna og skólastarfs?
Læsisteymi / lestrarteymi
Leikskólar, grunnskólar og frístund.
Ráðgjöf við uppbyggingu teyma.
Hlutverk teyma og verklag.
Læsisáætlanir
Ráðgjöf við gerð áætlana og eftirfylgd.
Ráðgjöf vegna þróunarstarfs eða samstarfsverkefna
Þróun samstarfs leikskóla, grunnskóla, milli skólastiga og milli skóla og frístundar. Samfella í námi barna 2 til 16 ára.
Málþroski
Hvað segja rannsóknir um íslenskan málþroska?
Málstefnuvinna í skóla- og frístundastarfi
Hvað getum við gert fyrir þau sem vilja bara tala ensku? Hvernig getum við eflt málumhverfi allra svo öll njóti tækifæra til náms?
Viðhorf og hugmyndir um tungumál
Notkun tungumála og tækifæri í skóla- og frístundastarfi
Aðgerðir
-Stundum, daglega, alltaf
Vænlegar aðferðir til þess að málstefnuvinna hafi áhrif á málumhverfi barna og ungmenna
Fræðsla og ráðgjöf sniðin að hóp og starfstöð hverju sinni.