Tungumál er gjöf – Fríða Bjarney Jónsdóttir

Öll börn læra tungumál og sum börn læra fleiri en eitt tungumál strax á unga aldri. Tungumál er gjöf er vefur fyrir leikskóla þar sem markmiðið er að efla mál og læsi barna sem læra íslensku sem annað mál.

Vefurinn er stuðningsefni fyrir leikskólakennara til að skipuleggja starfið með börnunum í leikskólanum og styðja foreldra við að efla mál og læsi barna sinna á heimavelli.

Vefinn er hægt að nýta í heilu lagi eða sem afmörkuð viðfangsefni á starfsmannafundum, deildarfundum og fræðslufundum í samstarfi þeirra sem vilja efla þekkingu sína á þessu málefni.