Vefurinn Snillismiðjur

Vefurinn Snillismiðjur er afrakstur Sprotasjóðsverkefnisins Vexa – ,,Maker“ hönnunarsmiðjur í grunnskólum sem unnið var 2017 – 2018.

Á síðunni segir meðal annars:

,,Makerspace gengur undir ýmsum nöfnum hérlendis s.s. snjallsmiðja, hönnunarsmiðja, snillismiðja, gerver eða tilraunaverkstæði.

Makerspace er allskonar. Hugmyndin byggir á eflingu sköpunar og uppbyggingu á hæfni sem kennd er við 21. öldina. Hönnun og sköpun á ekki bara heima í sérstökum kennslustundum, það á heima í öllu námi.

Makerspace snýst um hugarfar og tilgang verkefnanna, um að læra af mistökum og að læra að vinna eftir ákveðnu hönnunarferli.“