Vefurinn Upplýsingatækni og söguaðferðin

Á vefnum Upplýsingatækni og söguaðferðin eru kennsluhugmyndir og leiðbeiningar fyrir stafræna efnisgerð.

Þarna eru átta verkefni í upplýsingatækni og stafrænni miðlun sem tengjast jafnmörgum sögurömmum.

Fyrst er fjallað aðeins um söguaðferðina. Undir síðum sem heita 5. bekkur, 6. bekkur og 7. bekkur eru ákveðnir sögurammar kynntir. Jafnframt eru hugmyndir að verkefnum þar sem reynir á stafræna miðlun og leiðbeiningar um vinnu í forritum.

Þetta er ætlað nemendum í 5. – 7. bekk en getur nýst öðrum aldurshópum.