Barnakosningar í Laugarseli

Barnakosningar eru skemmtilegar og mikilvægar leiðir til að kenna börnum að þau hafi áhrif á umhverfi sitt. Í Laugarseli hefur verið notast við ýmsar aðferðir til að virkja lýðræði þannig að börnin geti komið sínum skoðunum á framfæri.

Reglulegar kosningar, þar sem allir í frístundaheimilinu hafa kosningarétt, er ein af aðferðunum sem unnið er með.

Lilja Marta Jökulsdóttir var með málstofukynningu, á uppskeruhátíð frístundamiðstöðvanna í Reykjavík Höfuð í bleyti 2019, þar sem hún kynnti nánar kosningarnar.

Kosningaferlið má sjá hér (birt með leyfi LMJ).

 

Laugarsel er fyrsta réttindafrístundaheimilið í Reykjavík og jafnframt fyrsta í heiminum ásamt Krakkakoti í Garðabæ.

Unnið er með barnasáttmála sameinuðu þjóðanna og þá alveg sérstaklega eftirfarandi greinar:

  • 2.grein Jafnræði – bann við mismunun
  • 3.grein Það sem er barninu fyrir bestu
  • 6.grein Réttur til lífs og þroska
  • 12.grein Réttur til að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif