Flæðilestur

Í leikskólanum Hulduheimum er flæðilestur með yngstu börnunum – en hvað er flæðilestur?

Markmiðið með flæðilestri er að barnið læri að njóta bóka. Þetta á vel við á ungbarnadeildum leikskóla og jafnvel fyrir eldri börn.

  • Flæðilestur er hluti af hópastarfi.
  • Hópurinn samanstendur af kennara og fjórum börnum.
  • Valin er bók sem hentar þessum unga aldri.
  • Bókin er lesin fyrst fyrir allan hópinn.
  • Síðan er sama bókin lesin fyrir hvert barn.
  • Barnið situr í fangi og stjórnar bókalestrinum.
  • Spjallað er um bókina um leið og lesið er.
  • Hin börnin sitja með og hlusta eða eru að leika sér, það er þeirra val.
  • Þannig skiptist kennarinn á að lesa sömu bókina fyrir hvert barn í hópnum.

 

Í flæðilestri heyrir hvert barn sömu bókina lesna aftur og aftur. Fyrst þegar er lesið fyrir hópinn og einnig þegar verið er að lesa bókina með því og hinum börnunum. Endurtekningin er hluti af námi barnsins.