Fingraþula

Hver kannast ekki við Fingraþuluna?

Þumalfingur er mamma sem var mér vænst og best.
Vísifingur er pabbi sem gaf mér rauðan hest.
Langatöng er bróðir sem býr til falleg gull.
Baugfingur er systir sem prjónar sokka úr ull.
Litlifingur er barnið sem leikur sér að skel.
Litli pínu anginn sem dafnar svo vel.

Hér er allt fólkið svo fallegt og nett.
Fimm eru á bænum ef talið er rétt.
Ósköp væri gaman hér í þessum heim,
ef öllum kæmi saman eins vel og þeim.

Fríða Bjareny Jónsdóttir var með fyrirlestur sem fjallaði um orðaforða og samskipti, með áherslu á að skoða muninn á samskiptaorðaforða og dýpri orðaforða. Eftir fyrirlesturinn lagði hún verkefni fyrir hópinn til að vinna með út í leikskólunum. Hún gaf okkur leyfi til að birta það hér með von um að sem flestir nýti sér það.