Rafræn brandarabók Kringlumýrar

Í tilefni barnamenningarhátíðar var formleg útgáfa á brandarabók Kringlumýrar. Hún er í rafrænu formi og inniheldur safn af bröndurum. Bæði gamalt efni og frumsamið frá börnum af öllum 8 frístundarheimilum Kringlumýrar.

Grunnhugmyndin er sú að safna saman bröndurum sem hentugir eru fyrir börn í formi sem auðvelt er að nálgast. Öllum er frjálst að hlaða niður bókinni og nýta. Við munum bæta og uppfæra bókina áfram því um lifandi plagg er að ræða.

Það er kjánalegt hversu oft við rekumst á ljóta brandara í brandarabókum fyrir börn. Þar sem grínið felst í áfengisneyslu, kynlífi, rasisma, fordómum eða viðlíka hlutum. Þá eru hafnfirðingabrandarar og ljóskubrandarar fullkomlega þar í hópi. Oft má samt taka slíka brandara og breyta þeim með því að sleppa þeim þætti sem er „ljótur“. Ef að þið heyrið ykkur segja í huganum „ekkert má nú lengur“ þá skulið þið loka það frá öllu dagsljósi því það á ekki heima í þessari umræðu.

Af hverju er slæmt að nota orðið Hafnfirðingur? Það er ekkert endilega voðalega slæmt þegar við tökum fyrir hóp af Íslendingum eftir búsetu en það smitast engu að síður alveg jafn mikið og brandarar um hvað gyðingar eru nískir eða múslimar vondir eða konur kunna ekki að bakka og svo framvegis. Við erum að skapa hugmyndaheim í kringum hóp einstaklinga sem hefur ekkert unnið til sín. Þetta er samtal sem þarf óneitanlega að taka við nokkra krakkanna. Af hverju má ég ekki segja að allar ljóskur séu heimskar og geti ekki andað nema hafa „anda inn, anda út“ í eyrunum allan daginn? Það er einfaldlega af því að ljóshærðu manneskjunni þarna gæti liðið illa yfir því. Við eigum að taka tillit til allra í opinberu rými. Það er ekki þjáning að þurfa að breyta einu orði í brandara, það getur verið þjáning að hlusta á alla hlægja yfir sjálfsmynd manns ítrekað.

En er þá ekki ljótt að segja krakkinn? Nei, það er líka í fullkomlega góðu lagi að segja foreldrið, kennarinn, frístundaleiðbeinandinn, forstöðumaður, fullorðni einstaklingurinn og svo framvegis. Það eru einfaldlega ekki eins gildishlaðinn orð og hafa ekki orðið þess valdandi að hópur verði fyrir ofbeldi.

Hér má nálgast fyrstu rafrænu brandarabók Kringlumýrar.

Dagur íslenskrar tungu – hugmyndabanki

Inn á vef Stjórnarráðs Íslands má finna hugmyndabanka fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Þar er að finna margskonar verkefni sem skemmtilegt er að nýta á degi íslenskrar tungu.

Börn sem eru sein til máls: Áhrif þjálfunar á orðaforða barns á þriðja ári

Áhugaverð grein í Netlu um árangursríka orðaforðavinnu með ungu barni. Greinin byggir á rannsókn þar sem verið var að skoða áhrif þjálfunar á orðafroða barns á þriðja ári, sem var seint til máls.

Greinina má nálgast hér.

Ættu öll börn á Íslandi að kunna íslensku? Hvað þarf til?

Elín Þöll Þórðardóttir Ph. D. McGill hélt erindi hjá Menntamálastofnun í janúar 2019. Þar fjallaði hún um rannsóknir og prófanir á grunnskólanemum. Þær hafa sýnt að íslenskukunnátta margra barna sem tala íslensku sem annað tungumál sé mun slakar en jafnaldra sem eiga íslensku sem móðurmál.

Upptöku af erindinu má nálgast hér.

FB-síður sem geta gagnast í starfi leik- og grunnskólakennara

Hér fyrir neðan má finna slóðir á FB og Instagram síður sem geta gagnast kennurum. Þessi listi er alls ekki tæmandi.

Vefurinn Fræðsluskot

Vefurinn Fræðsluskot er fyrir önnum kafna kennara í fjölmenningarlegu umhverfi. Þarna eru í boði hagnýt verkefni fyrir alla kennara. Meðal annars má finna Orðaþrennu vikunnar fyrir eitt skólaár, en tilgangur þess verkefnis er að auðga orðaforða og efla lesskilning nemenda.

Norrænt verkefnasafn í náttúrufræði fyrir leikskóla

Markmiðið með verkefnasafninu er að hvetja til og styðja við náttúrufræðimenntun í leikskólum. Þetta byggir á sameiginlegu norrænu þróunarverkefni um náttúrufræðimenntun leikskólakennara sem hófst árið 2011. 

Í verkefnasafni þessu eru 10 mismunandi verkefni sem hafa verið prófuð í leikskólum. Það eru fimm um eðlisfræði, eitt um eðlis- og efnafræði og fjögur um líffræði.

Hér má nálgast Norræna verkefnasafnið í náttúrufræði fyrir leikskóla.

 

Vefurinn SignWiki Ísland

Vefurinn SignWiki Ísland er táknmálsorðabók og þekkingarbrunnur fyrir íslenskt táknmál.