Norrænt verkefnasafn í náttúrufræði fyrir leikskóla

Markmiðið með verkefnasafninu er að hvetja til og styðja við náttúrufræðimenntun í leikskólum. Þetta byggir á sameiginlegu norrænu þróunarverkefni um náttúrufræðimenntun leikskólakennara sem hófst árið 2011. 

Í verkefnasafni þessu eru 10 mismunandi verkefni sem hafa verið prófuð í leikskólum. Það eru fimm um eðlisfræði, eitt um eðlis- og efnafræði og fjögur um líffræði.

Hér má nálgast Norræna verkefnasafnið í náttúrufræði fyrir leikskóla.