Spurt og svarað um íslenskudeildir

  • Íslenskuver er tímabundin viðbótarþjónusta fyrir nemendur í 5.-10.bekk sem eru að flytja til landsins og eru byrjendur í íslensku.

  • Forgangur:
    • Nemendur eru teknir inn eftir aldri. Elstu nemendur grunnskólans hafa forgang, þ.e. nemendur í 10.bekk.
    • Börn sem koma frá málsvæðum eða löndum þar sem tónamál er ríkjandi njóta forgangs. Nemendur sem þekkja ekki latneskt stafróf njóta einnig forgangs.
    • Starfsemi íslenskuvera byggir á að nemendur geti unnið sjálfstætt.
  • Skóladagatal íslenskudeildar fylgir þeim skóla þar sem deildin er staðsett.
  • Nemendur fylgja almennt skóladagatali heimaskóla eða samkvæmt samkomulagi.
  • Nemendur sækja kennslu í sínum heimaskóla a.m.k einn heilan dag í viku.
  • Kennsla í íslenskudeildum fer fram fyrir hádegi alla virka daga. Eftir hádegi sækja börn tíma í heimaskóla.
  • Nemendur taka þátt í öllu uppbroti á skólastarfi með bekkjarfélögum/námshópi heimaskóla.
  • 1. júní er lokadagur íslenskudeildar, eftir það sækja nemendur heimaskóla.
  • Nemendur útskrifast úr íslenskudeild þegar þeir ná hæfniviðmiðum fyrsta stigs í íslensku sem öðru tungumáli (skv. hæfniviðmiðum Aðalnámskrár, kafla 19.4).
  • Við útskrift úr íslenskudeild er haldinn skilafundur með kennurum íslenskuvers og umsjónarkennara þar sem farið er yfir stöðu barnsins og með hvaða hætti megi styðja við áframhaldandi nám í heimaskóla.
  • Nemendur sem byrja í íslenskudeild eftir 1.apríl fara í stöðumat í lok ágúst til að meta hvort þeir haldi áfram í íslenskudeild.
  • Allir nemendur eru skráðir í sinn hverfisskóla þar sem unnið er skv. móttökuáætlun skólans og Velkomin í hverfið þitt.
  • Nemendur eru skráðir í umsjónarbekk/hóp.
  • Starfsemi íslenskudeildar er kynnt foreldrum og þeim boðið að sækja um fyrir barn sitt.
  • Nemendur sækja almenna kennslu í heimaskóla fyrstu vikurnar áður en þeir fara í íslenskudeild.
  • Heimaskóli lætur nemendum í té einstaklingsmiðaða stundaskrá sem sýnir hvenær barnið mætir í íslenskudeild og hvenær í heimaskóla.
  • Mætingaskylda er í íslenskudeild og hljóti nemandi 30 fjarvistir er plássinu úthlutað annað.
  • Ekki er innritað í íslenskudeild eftir 1.maí.
  • Engin akstursþjónusta er í og úr íslenskuverum.