Borgarbókasafnið

Starfsemi Borgarbókasafnsins er fjölbreytt og af mörgu að taka þegar kemur að safnkosti, aðstöðu og viðburðum.
Allir viðburðir á bókasafninu eru ókeypis og bókasafnskort eru ókeypis fyrir yngri en 18 ára en kosta fyrir fullorðna. Innifalið í kortinu er aðgangur að Rafbókasafninu.

Ekki er þörf á að eiga bókasafnskort til að mæta á viðburði eða lesa, spila, læra/vinna eða bara hanga á bókasafninu.

Aðstaða og safnkostur

Borgarbókasafnið er á átta stöðum víðsvegar um borgina og geta korthafar bókað aðstöðu og tæki sér að kostnaðarlausu.

Á öllum átta söfnunum er að finna bækur á íslensku og ensku en í Grófinni og Gerðubergi er jafnframt að finna bækur á ýmsum öðrum tungumálum fyrir börn, ungmenni og fullorðna.

Á söfnunum er einnig að finna gott úrval borðspila, tímarita, tónlistar og myndefnis, til að nota á staðnum eða fá lánað heim.

Korthafar geta hvoru tveggja, fengið lánað efni á einu safni og skilað því á einhverju öðru, og einnig fengið safnkost sendan frá öðru safni, á sitt hverfissafn. Það er gert inni á mínum síðum eða með aðstoð starfsfólks í afgreiðslunni.

Viðburðir

Meðal fastra viðburða er spjöllum með hreim, fjölskyldumorgnar og hannyrðastundir en auk þess er einnig boðið upp á fjölbreytt föndur og fræðslu, sýningar, smásmiðjur, fjölmenningarlegar fjölskyldustundir, „grænt bókasafn“ og ótalmargt fleira.

Einnig er öllum velkomið að halda sögustund á bókasafninu, á hvaða tungumáli sem er, í Söguhorninu.

Staðsetning

Borgarbókasafnið er á átta stöðum víðsvegar um Reykjavík. Hægt er að skila safnkosti (bókum, spilum, tónlist o.s.frv.)á öðru safni en því sem hann var fenginn að láni. Einnig er hægt að fá safnkost sendan frá öðru safni, á sitt hverfissafn. Það er gert inni á mínum síðum eða með aðstoð starfsfólks í afgreiðslunni.

Grófin  (miðbænum)
Kringlunni   (á 1.hæð við Borgarleikhúsið)
Sólheimar  (í Laugardalnum)
Spönginni  (í Grafarvogi)
Gerðuberg  (Í Breiðholti)
Úlfarsárdalur  (Í sama húsið og Dalslaug)
Kléberg (inngangur bakatil, nær sjónum)