Landvernd hefur gefið út rafbók / námsefni er ber nafnið Hreint haf, sem nálgast má hér.
Í kynningabréfinu segir m.a.:
,,Haflæs manneskja gerir sér grein fyrir mikilvægi hafsins í lífi okkar og annarra lífvera á jörðinni og vinnur að því að gæta að heilbrigði hafsins. Haflæs manneskja miðlar upplýsingum um hafið á áhrifaríkan hátt og tekur upplýstar og ábyrgar ákvarðanir í daglegu lífi sem styðja við heilbrigði hafsins.
Markmið
- Að nemendur verði læsir á gildi hafsins í lífi þeirra og mikilvægi þess hjá lífkerfum jarðar.
- Að nemendur skilji mikilvægi hafsins fyrir lífkerfin á jörðinni og geti skýrt hvernig hafið hefur áhrif á loftslag, framleiðslu súrefnis, fæðu og lífbreytileika (haflæsi).
- Að nemendur þekki uppruna og sögu plasts, eiginleika og kosti þess.
- Að nemendur læri um plastmengun í hafi og hvernig hægt sé að koma í veg fyrir hana.
- Að nemendur öðlist færni, getu og þekkingu á því hvernig hægt sé að takast á við plastmengun í hafi.
- Að nemendur þjálfist í að taka eigin ákvarðanir og vinni í heimabyggð.“