Bandaríska lestrarmiðstöðin – vefsíða

Hér má finna heimasíðu bandarísku lestrarmiðstöðvarinnar Reading Rockets.

Borgarbókasafnið – margt í boði

Listasafn Reykjavíkur

Listasafn Reykjavíkur tekur á móti nemendum á öllum skólastigum. Safnið starfar í þremur safnahúsum, þ.e. Ásmundasafni, Hafnarhúsinu og Kjarvalsstöðum.

Nánar má fræðast um fyrirkomulagið hér á heimasíðu safnsins.

Listasafn Reykjavíkur hefur umsjón með flest öllum útilistaverkum borgarinnar. Nú má nálgast vandað smáforrit um útilistaverkin, þannig má á einfaldan og skemmtilegan hátt fræðast um þau, hlusta á hljóðleiðsagnir og fara í skemmtilega leiki. Nánari upplýsingar má finna hér.

SARPUR – Menningarsögulegt gagnasafn

Vefsíðan Sarpur er menningarsögulegt gagnasafn. Þar eru varðveittar upplýsingar um listaverk, muni, myndir, fornleifar, hús, þjóðhætti og örnefnalýsingar ásamt öðru efni.

Sarpur er einstakt verkfæri sem veitir kennurum og nemendum aðgengi að myndum og heimildum sem nýta má með fjölbreyttum hætti bæði til gagns og gamans.

Fræðsluvefur sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu

Á Fræðsluvefnum má finna fræðslu fyrir grunnskólakennara, tilboð um námskeið og margt fleira.

Hreint haf – haflæsi

Landvernd hefur gefið út rafbók / námsefni er ber nafnið Hreint haf, sem nálgast má hér.

Í kynningabréfinu segir m.a.:

,,Haflæs manneskja gerir sér grein fyrir mikilvægi hafsins í lífi okkar og annarra lífvera á jörðinni og vinnur að því að gæta að heilbrigði hafsins. Haflæs manneskja miðlar upplýsingum um hafið á áhrifaríkan hátt og tekur upplýstar og ábyrgar ákvarðanir í daglegu lífi sem styðja við heilbrigði hafsins. 

Markmið

  • Að nemendur verði læsir á gildi hafsins í lífi þeirra og mikilvægi þess hjá lífkerfum jarðar.
  • Að nemendur skilji mikilvægi hafsins fyrir lífkerfin á jörðinni og geti skýrt hvernig hafið hefur áhrif á loftslag, framleiðslu súrefnis, fæðu og lífbreytileika (haflæsi).
  • Að nemendur þekki uppruna og sögu plasts, eiginleika og kosti þess.
  • Að nemendur læri um plastmengun í hafi og hvernig hægt sé að koma í veg fyrir hana.
  • Að nemendur öðlist færni, getu og þekkingu á því hvernig hægt sé að takast á við plastmengun í hafi.
  • Að nemendur þjálfist í að taka eigin ákvarðanir og vinni í heimabyggð.“

Ritunarvefur Menntamálastofnunar

Menntamálastofnun heldur úti Ritunarvef, þar sem eru verkefni fyrir ritun og skapandi skrif

Markmiðið með Ritunarvefnum er að allir sem vilja skapa geti fundið verkefni við sitt hæfi, til að efla sköpunina, þjálfa íslenskuna, auka áhuga sinn á lestri og stuðla þannig smám saman að betri læsi.

Allir með – tölum saman

SAMFOK í samstarfi við Móðurmál og einstaka móðurmálsskóla á höfuðborgarsvæðinu stóðu fyrir málþingum um skólamál með fókus á erlenda foreldra.

Nálgast má glærur hér á síðu SAMFOKS