Evrópska tungumálamiðstöðin – vefsíða
Á heimasíðu Evrópsku tungumálamiðstöðvarinnar má finna gagnlegt efni tengt fjölmenningu og kennslu fjöltyngdra nemenda.
Á heimasíðu Evrópsku tungumálamiðstöðvarinnar má finna gagnlegt efni tengt fjölmenningu og kennslu fjöltyngdra nemenda.
Listasafn Reykjavíkur tekur á móti nemendum á öllum skólastigum. Safnið starfar í þremur safnahúsum, þ.e. Ásmundasafni, Hafnarhúsinu og Kjarvalsstöðum.
Nánar má fræðast um fyrirkomulagið hér á heimasíðu safnsins
Listasafn Reykjavíkur hefur umsjón með flest öllum útilistaverkum borgarinnar. Nú má nálgast vandað smáforrit um útilistaverkin, þannig má á einfaldan og skemmtilegan hátt fræðast um þau, hlusta á hljóðleiðsagnir og fara í skemmtilega leiki. Hér má finna slóð inn á appið útilistaverk í Reykjavík..
Vefsíðan Sarpur er menningarsögulegt gagnasafn. Þar eru varðveittar upplýsingar um listaverk, muni, myndir, fornleifar, hús, þjóðhætti og örnefnalýsingar ásamt öðru efni.
Sarpur er einstakt verkfæri sem veitir kennurum og nemendum aðgengi að myndum og heimildum sem nýta má með fjölbreyttum hætti bæði til gagns og gamans.
Landvernd hefur gefið út rafbók / námsefni er ber nafnið Hreint haf, sem nálgast má hér.
Í kynningabréfinu segir m.a.:
,,Haflæs manneskja gerir sér grein fyrir mikilvægi hafsins í lífi okkar og annarra lífvera á jörðinni og vinnur að því að gæta að heilbrigði hafsins. Haflæs manneskja miðlar upplýsingum um hafið á áhrifaríkan hátt og tekur upplýstar og ábyrgar ákvarðanir í daglegu lífi sem styðja við heilbrigði hafsins.
Markmið
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu heldur úti Ritunarvef, þar sem eru verkefni fyrir ritun og skapandi skrif
Markmiðið með Ritunarvefnum er að allir sem vilja skapa geti fundið verkefni við sitt hæfi, til að efla sköpunina, þjálfa íslenskuna, auka áhuga sinn á lestri og stuðla þannig smám saman að betri læsi.
SAMFOK í samstarfi við Móðurmál og einstaka móðurmálsskóla á höfuðborgarsvæðinu stóðu fyrir málþingum um skólamál með fókus á erlenda foreldra.
Nálgast má glærur hér á síðu SAMFOKS
Á vef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu má finna upplýsingar um HLJÓM-2.
HLJÓM-2 er aldursbundin skimun sem er lögð fyrir til að meta hljóðkerfis- og málvitund barna í elsta árgangi leikskólans. Skimunin er framkvæmd í því skyni að greina þau börn sem eru í áhættu vegna lestrarerfiðleika þegar formlegt lestrarnám hefst. Slök hljóðkerfis- og málvitund er talin aðalorsök lestrarvanda hjá 88% barna (9 af hverjum 10 börnum). Undanfarna áratugi hefur mikil áhersla verið lögð á að börnum sé strax frá unga aldri boðið markvisst upp á leiki og verkefni til að örva hljóðkerfis- og málvitund þeirra og að þeim sem virðast eiga í erfiðleikum sé sinnt sérstaklega. Leikskólaárin eru því sérlega mikilvæg fyrir snemmtæka íhlutun.
Á haustmánuðum 2017 eignaðist þá Menntamálastofnun nú Miðstöð menntunar og skólaþjónustu matstækið HLJÓM-2. Í kjölfarið urðu ýmsar breytingar eins og þær að allt sem viðkemur HLJÓM-2 er leikskólum að kostnaðarlausu, afgreiðsla gagna fer fram með rafrænum hætti.
Kynningarmyndband fyrir HLJÓM-2
Réttindanámskeið HLJÓM-2 á rafrænu formi
Fyrirspurnir má senda á hljom-2@mms.is
Í tilefni barnamenningarhátíðar var formleg útgáfa á brandarabók Kringlumýrar. Hún er í rafrænu formi og inniheldur safn af bröndurum. Bæði gamalt efni og frumsamið frá börnum af öllum 8 frístundarheimilum Kringlumýrar.
Grunnhugmyndin er sú að safna saman bröndurum sem hentugir eru fyrir börn í formi sem auðvelt er að nálgast. Öllum er frjálst að hlaða niður bókinni og nýta. Við munum bæta og uppfæra bókina áfram því um lifandi plagg er að ræða.
Það er kjánalegt hversu oft við rekumst á ljóta brandara í brandarabókum fyrir börn. Þar sem grínið felst í áfengisneyslu, kynlífi, rasisma, fordómum eða viðlíka hlutum. Þá eru hafnfirðingabrandarar og ljóskubrandarar fullkomlega þar í hópi. Oft má samt taka slíka brandara og breyta þeim með því að sleppa þeim þætti sem er „ljótur“. Ef að þið heyrið ykkur segja í huganum „ekkert má nú lengur“ þá skulið þið loka það frá öllu dagsljósi því það á ekki heima í þessari umræðu.
Af hverju er slæmt að nota orðið Hafnfirðingur? Það er ekkert endilega voðalega slæmt þegar við tökum fyrir hóp af Íslendingum eftir búsetu en það smitast engu að síður alveg jafn mikið og brandarar um hvað gyðingar eru nískir eða múslimar vondir eða konur kunna ekki að bakka og svo framvegis. Við erum að skapa hugmyndaheim í kringum hóp einstaklinga sem hefur ekkert unnið til sín. Þetta er samtal sem þarf óneitanlega að taka við nokkra krakkanna. Af hverju má ég ekki segja að allar ljóskur séu heimskar og geti ekki andað nema hafa „anda inn, anda út“ í eyrunum allan daginn? Það er einfaldlega af því að ljóshærðu manneskjunni þarna gæti liðið illa yfir því. Við eigum að taka tillit til allra í opinberu rými. Það er ekki þjáning að þurfa að breyta einu orði í brandara, það getur verið þjáning að hlusta á alla hlægja yfir sjálfsmynd manns ítrekað.
En er þá ekki ljótt að segja krakkinn? Nei, það er líka í fullkomlega góðu lagi að segja foreldrið, kennarinn, frístundaleiðbeinandinn, forstöðumaður, fullorðni einstaklingurinn og svo framvegis. Það eru einfaldlega ekki eins gildishlaðinn orð og hafa ekki orðið þess valdandi að hópur verði fyrir ofbeldi.
Hér má nálgast fyrstu rafrænu brandarabók Kringlumýrar.
Inn á vef Stjórnarráðs Íslands má finna hugmyndabanka fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Þar er að finna margskonar verkefni sem skemmtilegt er að nýta á degi íslenskrar tungu.
Hér fyrir neðan má finna slóðir á FB og Instagram síður sem geta gagnast kennurum. Þessi listi er alls ekki tæmandi.