Færslur

Stoðir með QR kóðum fyrir ólæsa á íslenskt stafróf

Þegar unnið er með ólæsum nemendum og foreldrum, sama hvort þau eru byrjendur í lestri á latneskt stafróf eða koma til landsins með rofna eða litla skólagöngu að baki, er hægt að nýta tæknina til þess að auðvelda íslensku- og lestrarnám.
Hér er dæmi um hvernig hægt er að taka saman stoðir fyrir unglinga sem koma til landsins án þekkingar á latneska stafrófinu. Hér hafa myndir og QR-kóðar verið sett saman í skjal til að gera efnið aðgengilegra.

stoðir – fyrstu skrefin fyrir persneskumælandi eftir Miðju máls og læsis – prentútgáfa á pdf – farsi

Stoðir – fyrstu skrefin fyrir arabískumælandi eftir Miðju máls og læsis Prentútgáfa á pdf – arabíska