Færslur

Sammála

Móttaka nýkominna barna í frístundastarf

Nýr nemandi í bekknum

Val á grímubúningum

Vöndum valið þegar við veljum grímubúning. Hér má finna útskýringar á hvað ber að hafa í huga við val á grímubúning. Skjalið var tekið saman af Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar og því má dreifa til foreldra og starfsfólks.

Íslenska
Pólsk þýðing
Arabísk þýðing
Úkraínsk þýðing

Fjölmenningarsetur

Fjölmenningarsetur

Á þessari síðu finnur þú gagnlegar upplýsingar um það að flytja til eða búa á Íslandi og hvar er hægt að finna ítarlegri upplýsingar og aðstoð.

New in Iceland

https://newiniceland.is/is/

Hjá New in Iceland geta innflytjendur fengið leiðbeiningar og upplýsingar um hvernig er að búa á íslandi. Þjónustan er ókeypis og fullum trúnaði heitið.

 

 

Fræðsla um málþroska leikskólabarna á fjölbreyttum tungumálum

Ráðgjafar og brúarsmiðir Miðju máls og læsis hafa útbúið glærur á nokkrum tungumálum um málþroska leikskólabarna, með áherslu á fjöltyngd börn.

Hér fyrir neðan má nálgast glærurnar:

íslenska

enska

pólska

arabíska

spænska

Fræðsla um tungumálastefnu fjölskyldunnar á fjölbreyttum tungumálum

Ráðgjafar og brúarsmiðir Miðju máls og læsis hafa tekið saman glærur á nokkrum tungumálum um tungumálastefnu fjölskyldunnar. Fjallað er um hvaða tungumál eru notuð innan fjölskyldunnar, hagnýt ráð fyrir foreldra um tungumálanotkun og leiðir til að viðhalda tungumálunum.

Glærurnar má nálgast hér fyrir neðan:

íslenska

enska

pólska

arabíska

spænska

Veggspjöld um fjölmenningu

 

Í tengslum við Menntastefnumót 10. maí 2021 voru unnin tvö veggspjöld um fjölmenningu. Hér  fyrir ofan má sjá veggspjöldin og sækja í prentvænni útgáfu.

Annað veggspjaldið sýnir það sem börn í Reykjavík hafa verið að velta fyrir  sér og spyrja um. En hitt veggspjaldið vekur athygli á fjölbreytileikanum og hvernig hægt sé að fagna honum.