Er virk málstefna á þínum starfsstað?

Málstefna Reykjavíkurborgar var samþykkt 19.maí 2018. Þar segir meðal annars: ,,Vandað, skýrt og auðskilið mál, hvort heldur ritað eða talað, er lykilatriði í allri þjónustu og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Þar er íslenska í öndvegi og skal hún vera til fyrirmyndar í samræmi við þingsályktun um íslenska málstefnu frá 2009 og lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls nr. 61/2011. Í sömu lögum er kveðið á um að ríki og sveitarfélög beri ábyrgð á að varðveita og efla íslenska tungu og skuli sjá til þess að hún sé notuð (2. og 5. gr.).“

Málstefnuna má finna í heild sinni hér. Málstefnan gildir á öllum starfsstöðum Reykjavíkurborgar og á starfsfólk að taka mið af henni í störfum sínum og samskiptum.