Í leikskólanum Tjörn er aðgengi barna að bókum mjög gott.

Börn eru yfirleitt sólgin í að skoða bækur. Oft þá lesa þau bækurnar í þykjustunni og nýta þá myndir bókanna og eigin reynslu til að ,,lesa“.

Þetta er undanfari gagnvirks lesturs, þarna eru þau að spá fyrir um söguþráðinn út frá myndunum.