Það er alltaf gaman að leika sér með málið. Í leikskólanum Laugasól er til margskonar heimagerð námsgögn. Á myndinni hér er eitt sýnishorn af spjöldum með myndum af hlutum. Þessi spjöld eru notuð til að leika sér að því að búa til samsett orð.

Hvaða orð verður til ef við setjum saman körfu (spjald með mynd) og bolta (spjald með mynd)? Körfubolti (spjald með mynd).