Færslur

Ég og íslenska – orðalisti með myndum

forsida

Miðja máls og læsis er með myndaorðasafn í vinnslu handa yngri börnum sem vilja tjá sig en vantar ennþá orð og setningar á íslensku tungumáli. Orðasafnið er hannað sem stuðningur við samskipti fyrir börn sem eru að stíga sín fyrstu skref í íslensku tungumáli. Orðasafnið er ekki námsefni en hægt er að styðjast við það í einföldum samskiptum um daginn og veginn.

Leyfilegt er að nýta orðasafnið að hluta eða sem heild í skólastarfi, í frístundastarfi og sem viðbótar heimanám í samvinnu við heimili barnsins. Hægt er að skrifa þýðingar á sterkasta tungumáli barnsins við myndir með aðstoð foreldra eða fjöltyngdra starfsmanna skólans.

Athugið að orðalistinn er í sífelldri þróun. Ábendingar um orðasafnið má senda á mml (hjá) reykjavik.is.


Prentútgáfur á pdf

Ég tjái tilfinningar – íslenska 

Ég tjái tilfinningar – íslenska og filippseyska

Ég tjái tilfinningar – íslenska og arabíska

Ég tjái tilfinningar – spænska

Leiðarvísir um stuðning við móðurmál og virkt tvítyngi í skóla- og frístundastarfi

Mennta- og menningarráðuneytið hefur gefið út Leiðarvísi um stuðning við móðurmál og virkt tvítyngi í skóla- og frístundastarfi. Í leiðarvísinum er að finna yfirgripsmikla umfjöllun um fjöltyngi barna og ungmenna. Sérstaklega er fjallað um hlutverk skóla- og frístundastarfs í tengslum við fjölbreytt málumhverfi barna en einnig er fjallað sérstaklega um tungumálastefnur og hlutverk foreldra. Frá blaðsíðu 19 er bent á ýmsar hagnýtar leiðir til þess að styðja við fjölbreytt tungumál í skólastarfi. Aftast má finna ábendingar til foreldra. Leiðarvísirinn hefur verið þýddur á pólsku og ensku.

 

Leidarvisir um studning vid modurmal_islenska

Leidarvisir um studning vid modurmal_polska

Leidarvisir um studning vid modurmal_enska

Námsefni í íslensku fyrir nemendur sem lesa og skrifa erlend tungumál

Á skólavefnum er til efni fyrir byrjendur í íslensku sem eru læsir á nokkur erlend tungumál. Efnið var ókeypis í fyrstu en nú þarf aðgang að skólavefnum til þess að nálgast það. Flestir skólar í Reykjavík eiga aðgang og efnið er til á pdf svo einfalt er að prenta það út.

Efnið er til á pólsku, litháísku, ensku, spænsku, filippseysku og úkraínsku. Fleiri tungumál eru væntanleg.

Pólska

Litháíska

Enska

Spænska

Filippseyska

Úkraínska

 

Orð í gluggum

Orð í gluggum by Helga Agustsdottir

Heiða talmeinafræðingur, sem rekur fésbókarsíðuna Blaðrað á biðstofum, kom með þá frábæru hugmynd að setja orð í glugga líkt og í vor voru settir bangsar út í glugga.

Við á MML gripum hugmyndina um orðafjársjóðsleitina og settum saman nokkur verkefnablöð sem hægt er að nýta við fjársjóðsleitina.

Orð í gluggum – verkefni

Möguleikarnir á því að nýta orðin eru nánast óendanlegir og hægt er að útfæra fjársjóðsleitina eftir aldri barna og þroska.

 

Fyrir foreldra:

  • Tölum saman um orðin
  • Veltum þeim fyrir okkur
  • Vekjum athygli á jákvæðum orðum og hvað falleg orð geta haft mikla þýðingu
  • Æfum okkur að nota orðin í setningu
  • Samvera og spjall

Fyrir kennara:

  • Vinnum með orðaforða á fjölbreyttan máta
  • Búum til setningar með orðunum
  • Nýtum orðin sem kveikju að ritunarverkefnum
  • Söfnum upplýsingum og veltum þeim fyrir okkur
  • Ræðum um líðan og vekjum athygli á þeim hugrenningatengslum sem vakna út frá orðum
  • Söfnum samheitum
  • Nýtum orðin í orðflokkagreiningu
  • Vinnum með lýðræði og kjósum til dæmis:
    • Frumlegasta orðið
    • Skrýtnasta orðið
    • Orð vikunnar
  • Tengjum orðaforðavinnu við nærumhverfið

Hér er áskorunin á fleiri tungumálum:

 

Tungumál er gjöf – Fríða Bjarney Jónsdóttir

Öll börn læra tungumál og sum börn læra fleiri en eitt tungumál strax á unga aldri. Tungumál er gjöf er vefur fyrir leikskóla þar sem markmiðið er að efla mál og læsi barna sem læra íslensku sem annað mál.

Vefurinn er stuðningsefni fyrir leikskólakennara til að skipuleggja starfið með börnunum í leikskólanum og styðja foreldra við að efla mál og læsi barna sinna á heimavelli.

Vefinn er hægt að nýta í heilu lagi eða sem afmörkuð viðfangsefni á starfsmannafundum, deildarfundum og fræðslufundum í samstarfi þeirra sem vilja efla þekkingu sína á þessu málefni.