Færslur

Fræðsluefni fyrir foreldra tví- og fjöltyngdra barna

PEaCH er stytting á enska heitinu Preserving and promoting Europe’s cultural and linguistic heritage through empowerment of bilingual children and families, sem á íslensku væri mögulega hægt að þýða sem: Evrósk tungumálaarfleifð og menning sett í fókus með valdeflingu tvítyngdra barna og fjölskyldna.

Á foreldrasíðu PEaCH má finna mikið efni ætlað foreldrum. Búið er að þýða efnið á mörg evrópsk tungumál og hægt er að stilla leitarsíu eftir tungumáli neðst á síðunni. 

Ítarleg handbók frá PEaCH um máluppeldi. 

Hér fyrir neðan má finna stutt fræðslumyndbönd á ensku um hvernig foreldrar geta stutt við málþroska tví- og fjöltyngdra barna.

 

Tví- og fjöltyngi

Búið er að þýða bæklinga um tví- og fjöltyngi yfir á íslensku. Útgefandi bæklinganna og ábyrgðaraðili er  Centre Comprendre et Parler asbl, 101 Rue de la Rive, 1200 Bruxelles. Ritstjóri er Pauline Vanderstraten talmeinafræðingur.
Bæklingarnir eru þrír talsins og ætlaðir foreldrum og starfsfólki leik- og grunnskóla. Bæklingarnir koma upphaflega út á frönsku eru til á nokkrum tungumálum inni á síðu Aloadiversite. Bæklingunum er ætlað að vera ítarefni til viðbótar foreldraviðtali með ráðgjöf eða foreldrafræðslu um málheim fjöltyngdra barna og gæðamálörvun.

Foreldri bregst við tjáningu barnsins síns – bæklingur á pdf

Arabíska Hollenska Enska  Franska Pólska Tyrkneska

Tvítyngt barn og tungumál þess – bæklingur á pdf

Arabíska Hollenska Enska  Franska Pólska Tyrkneska

Málþroski tvítyngdra barna – bæklingur á pdf


Arabíska Hollenska Franska  Enska Pólska Tyrkneska

Gæðamálörvun í daglegu starfi

Hér má finna veggspjald um gæðamálörvun í leikskólastarfi sem hægt er að prenta út og hengja upp. Best er að hengja veggspjaldið upp á stöðum þar sem margir hafa það fyrir augunum. Tilvalið er að prenta út aukaeintak og hengja í fataklefann þar sem foreldrar geta líka lesið þó veggspjaldið sé hannað með starfsfólk leikskóla í huga.

Gæðamálörvun í daglegu starfi