Verkefni sem styður tengslamyndun barna þvert á tungumál
Færslur
Auðskilið mál á RÚV
Á vef RÚV er nú hægt að lesa fréttir á auðskildu máli. Þetta frábæra framtak eykur aðgengi margra hópa að fréttum og fréttatengdu efni og nýtist mörgum hópum, ekki síst byrjendum og styttra komnum í íslensku.
Ásamt fréttum á auðlesnu og skýru máli eru einnig útskýringar á hugtökum.
Skilaboð frá skóla
Nýuppfærður vefur Reykjavíkurborgar hefur skilið ýmislegt gott efni eftir á gamla vefnum. Efnið er ekki horfið.
Hægt er að nálgast skilaboð frá skóla síðuna hér.
Gamli vefurinn er enn aðgengilegur á
2021.reykjavik.is
Veggspjald með QR kóðum
Veggspjaldið er ætlað til þess að þurfa ekki alltaf að vera að fletta upp, eða smella mörgum sinnum, til þess að finna efni á vef MML.
Hentar þeim sem vilja nota QR kóða.
QR-kóða veggspjald – móttaka by Miðja máls og læsis
Ég og íslenska – orðalisti með myndum
Miðja máls og læsis er með myndaorðasafn í vinnslu handa yngri börnum sem vilja tjá sig en vantar ennþá orð og setningar á íslensku tungumáli. Orðasafnið er hannað sem stuðningur við samskipti fyrir börn sem eru að stíga sín fyrstu skref í íslensku tungumáli. Orðasafnið er ekki námsefni en hægt er að styðjast við það í einföldum samskiptum um daginn og veginn.
Leyfilegt er að nýta orðasafnið að hluta eða sem heild í skólastarfi, í frístundastarfi og sem viðbótar heimanám í samvinnu við heimili barnsins. Hægt er að skrifa þýðingar á sterkasta tungumáli barnsins við myndir með aðstoð foreldra eða fjöltyngdra starfsmanna skólans.
Athugið að orðalistinn er í sífelldri þróun. Ábendingar um orðasafnið má senda á mml (hjá) reykjavik.is.
Prentútgáfur á pdf
Ég tjái tilfinningar – íslenska
Ég tjái tilfinningar – íslenska og filippseyska