Ég og íslenska – orðalisti með myndum

forsida

Miðja máls og læsis er með myndaorðasafn í vinnslu handa yngri börnum sem vilja tjá sig en vantar ennþá orð og setningar á íslensku tungumáli. Orðasafnið er hannað sem stuðningur við samskipti fyrir börn sem eru að stíga sín fyrstu skref í íslensku tungumáli. Orðasafnið er ekki námsefni en hægt er að styðjast við það í einföldum samskiptum um daginn og veginn.

Leyfilegt er að nýta orðasafnið að hluta eða sem heild í skólastarfi, í frístundastarfi og sem viðbótar heimanám í samvinnu við heimili barnsins. Hægt er að skrifa þýðingar á sterkasta tungumáli barnsins við myndir með aðstoð foreldra eða fjöltyngdra starfsmanna skólans.

Athugið að orðalistinn er í sífelldri þróun. Ábendingar um orðasafnið má senda á mml (hjá) reykjavik.is.


Prentútgáfur á pdf

Ég tjái tilfinningar – íslenska 

Ég tjái tilfinningar – íslenska og filippseyska

Ég tjái tilfinningar – íslenska og arabíska

Ég tjái tilfinningar – spænska