Entries by ingibjorge

Hvað er söguaðferð? – Björg Eiríksdóttir

Söguaðferðin er kennsluaðferð/hugmyndafræði sem hjálpar kennurum og nemendum að koma með sínar eigin hugmyndir um hvernig vinna má með viðfangsefni námskrár t.d. í samfélagsfræði, náttúrufræði, íslensku og sköpun. Á sama tíma sér kennarinn um að unnið sé að hæfniviðmiðum námskrár. Tilgangurinn er að gera nemendur áhugasama með því að hafa vinnuna fjölbreytta og auðvelda samþættingu. […]

FB-síður sem geta gagnast í starfi leik- og grunnskólakennara

Hér fyrir neðan má finna slóðir á FB-síður sem geta gagnast kennurum. Þessi listi er alls ekki tæmandi. Læsisfimman og Stærðfræðiþrennan Kennarar nemenda með íslensku sem annað tungumál Lubbi finnur málbein – gagnabanki Byrjendalæsi Miðstöð skólaþróunar HA Skólaumbótaspjallið Babl og spjall – Málþroski barna 0 – 3ja ára Lærum og leikum með hljóðin

Vefurinn Fræðsluskot

Vefurinn Fræðsluskot er fyrir önnum kafna kennara í fjölmenningarlegu umhverfi. Þarna eru í boði hagnýt verkefni fyrir alla kennara. Meðal annars má finna Orðaþrennu vikunnar fyrir eitt skólaár, en tilgangur þess verkefnis er að auðga orðaforða og efla lesskilning nemenda.

Samstarf leikskóla og grunnskóla í Víkurhverfi Grafarvogi

Frá árinu 2001 hefur samstarf á milli leikskólans Nes/Hamra og grunnskólans Kelduskóla/Vík blómstrað. Samstarfið er mótað út frá hugmyndafræði Söguaðferðarinnar (Storyline), þar sem meðal annars er unnið með söguramma. Á haustin er fundur með þeim kennurum sem koma að samstarfinu til að leggja línurnar. Unnið er með tvo söguramma yfir veturinn. Á haustönn er unnið […]

Norrænt verkefnasafn í náttúrufræði fyrir leikskóla

Markmiðið með verkefnasafninu er að hvetja til og styðja við náttúrufræðimenntun í leikskólum. Þetta byggir á sameiginlegu norrænu þróunarverkefni um náttúrufræðimenntun leikskólakennara sem hófst árið 2011.  Í verkefnasafni þessu eru 10 mismunandi verkefni sem hafa verið prófuð í leikskólum. Það eru fimm um eðlisfræði, eitt um eðlis- og efnafræði og fjögur um líffræði. Hér má […]