Entries by ingibjorge

Handbók um verkfæri Byrjendalæsis frá Akranesi

Ásta Egilsdóttir og Guðrún Guðbjarnardóttir, grunnskólakennarar á Akranesi, tóku saman Að fanga fjölbreytileikann –  Handbók um verkfæri Byrjendalæsis. Hugmyndin á bak við gerð handbókarinnar var meðal annars sú að kennarar geti prentað út hvern kafla fyrir sig og safnað sér bæði fræðilegu og hagnýtu efni sem fjallar um það sama, þannig að úr verði góð […]

Leikgleði – 50 leikir

Menntamálastofnun hefur gefið út bókina Leikgleði – 50 leikir og er hún öllum aðgengileg. Í formálanum segir höfundurinn Sabína Steinunn Halldórsdóttir m.a.: ,,Leikir eru ein mikilvægasta og besta aðferð sem völ er á til að vinna að lýðheilsu einstaklinga. Heilsa skiptist í líkamlega, andlega og félagslega heilsu og má vinna með alla þessa þrjá þætti […]

Má ég vera með?

Í frístundaheimilinu Eldflauginni er markviss félagsfærniþjálfun fyrir börn sem þurfa á því að halda. Börnin hittast í smærri hópum einu sinni í viku yfir tíu vikna tímabil. Þar er farið í ákveðna grunnfærni eins og að hlusta á aðra og skiptast á í samræðum, yfir í vináttu- og leiðtogafærni. Unnur Tómasdóttir forstöðumaður í frístundaheimilinu Eldflauginni […]

Söguland – stærðfræði

Guðbjörg Pálsdóttir dósent í stærðfræðimenntun við Menntavísindasvið HÍ hefur haldið margskonar námskeið sem tengjast stærðfræði og eitt af þeim er Stærðfræði og barnabækur. Eins og nafnið gefur til kynna er verið að benda á hvað stærðfræði leynist víða og hve auðvelt er að leika sér með sögurnar. Guðbjörg bendir á Söguland sem góðan grunn í […]

Er virk málstefna á þínum starfsstað?

Málstefna Reykjavíkurborgar var samþykkt 19.maí 2018. Þar segir meðal annars: ,,Vandað, skýrt og auðskilið mál, hvort heldur ritað eða talað, er lykilatriði í allri þjónustu og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Þar er íslenska í öndvegi og skal hún vera til fyrirmyndar í samræmi við þingsályktun um íslenska málstefnu frá 2009 og lög um stöðu íslenskrar tungu og […]

Barnakosningar í Laugarseli

Barnakosningar eru skemmtilegar og mikilvægar leiðir til að kenna börnum að þau hafi áhrif á umhverfi sitt. Í Laugarseli hefur verið notast við ýmsar aðferðir til að virkja lýðræði þannig að börnin geti komið sínum skoðunum á framfæri. Reglulegar kosningar, þar sem allir í frístundaheimilinu hafa kosningarétt, er ein af aðferðunum sem unnið er með. […]

Flæðilestur

Í leikskólanum Hulduheimum er flæðilestur með yngstu börnunum – en hvað er flæðilestur? Markmiðið með flæðilestri er að barnið læri að njóta bóka. Þetta á vel við á ungbarnadeildum leikskóla og jafnvel fyrir eldri börn. Flæðilestur er hluti af hópastarfi. Hópurinn samanstendur af kennara og fjórum börnum. Valin er bók sem hentar þessum unga aldri. […]

Fingraþula

Hver kannast ekki við Fingraþuluna? Þumalfingur er mamma sem var mér vænst og best. Vísifingur er pabbi sem gaf mér rauðan hest. Langatöng er bróðir sem býr til falleg gull. Baugfingur er systir sem prjónar sokka úr ull. Litlifingur er barnið sem leikur sér að skel. Litli pínu anginn sem dafnar svo vel. Hér er […]