Val á grímubúningum

Vöndum valið þegar við veljum grímubúning. Hér má finna útskýringar á hvað ber að hafa í huga við val á grímubúning. Skjalið var tekið saman af Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar og því má dreifa til foreldra og starfsfólks.

Íslenska
Pólsk þýðing
Arabísk þýðing
Úkraínsk þýðing

Skilaboð frá skóla

Nýuppfærður vefur Reykjavíkurborgar hefur skilið ýmislegt gott efni eftir á gamla vefnum. Efnið er ekki horfið.
Hægt er að nálgast skilaboð frá skóla síðuna hér.

Gamli vefurinn er enn aðgengilegur á
2021.reykjavik.is

 

Bæklingur um að byrja í grunnskóla

Skemmtileg myndasaga um grunnskólabyrjun. Bæklingurinn er sendur öllum tilvonandi skólabörnum vorið áður en grunnskólaganga hefst, árið sem þau verða 6 ára gömul.

Bæklingurinn á íslensku pdf

Bæklingurinn á ensku pdf

Bæklingurinn á pólsku pdf

Að byrja í grunnskóla – vefsíða

 

Veggspjald með QR kóðum

Veggspjaldið er ætlað til þess að þurfa ekki alltaf að vera að fletta upp, eða smella mörgum sinnum, til þess að finna efni á vef MML.

Hentar þeim sem vilja nota QR kóða.

QR-kóða veggspjald – móttaka 

 

QR-kóða veggspjald – móttaka by Miðja máls og læsis

Myndband um málþroska

Rannsóknarstofu um þroska, læsi og líðan barna og ungmenna hefur útbúið stutt fræðslumyndband myndband um málþroska

Málþroski ungra barna – snemmtæk íhlutun Heyrnar- og talmeinastöð Íslands

Talmeinafræðingar HTÍ fjalla hér um tal- og málþroska 18 mánaða barna og er fræðslunni beint til starfsfólks á ungbarnadeildum leikskóla. Fjallað er um snemmtæka íhlutun í málþroska ungra barna og samstarf HTÍ og Ung – og smábarnaverndar heilsugæslunnar.

 

 

Snjöll málörvun

Hildur Sigurjónsdóttir  leikskólakennari hefur safna fjölbreyttu námsefni til málörvunar og gert það  aðgengilegt leikskólakennurum, leiðbeinendum, forráðamönnum og öðrum sem geta nýtt sér efnið.

Snjöll málörvun

 

 

Norræni bókagleypirinn

Á vefsíðu Norræna bókagleypisins má finna stuðningsefni í formi kennsluleiðbeininga með norrænum myndabókum. Leiðbeiningunum er ætlað að styðja við mál- og lesskilning barna og dýpka upplifun barnsins af myndabókinni. Leiðbeiningarnar nýtast bæði fagfólki skóla sem og foreldrum. En markhópurinn eru börn sem lesið er fyrir, börn sem eru að stíga sín allra fyrstu skref í lestri og börn sem farin eru að lesa sjálf. Markmið verkefnisins er að hvetja til lesturs á norrænum barnabókum, að kynna norrænar barna- og unglingabækur fyrir fullorðnum lesendum og börnum og gera þær aðgengilegri.

Kennsluleiðbeiningarnar eru til á öllum tungumálum norðurlandanna, þar með töldum samísku og grænlensku.

Hér má leita eftir bókum og umfjöllunarefni.

Athugið að bækurnar sjálfar má nálgast á flestum bókasöfnum.