Margræð orð
Á heimasíðunni Út fyrir bókina má finna verkefni þar sem unnið er með margræð orð. Verkefnin henta bæði börnum í leikskóla og yngsta stigi grunnskóla.
Á heimasíðunni Út fyrir bókina má finna verkefni þar sem unnið er með margræð orð. Verkefnin henta bæði börnum í leikskóla og yngsta stigi grunnskóla.
Hildur Sigurjónsdóttir leikskólakennari hefur safna fjölbreyttu námsefni til málörvunar og gert það aðgengilegt leikskólakennurum, leiðbeinendum, forráðamönnum og öðrum sem geta nýtt sér efnið.
Á vefsíðu Norræna bókagleypisins má finna stuðningsefni í formi kennsluleiðbeininga með norrænum myndabókum. Leiðbeiningunum er ætlað að styðja við mál- og lesskilning barna og dýpka upplifun barnsins af myndabókinni. Leiðbeiningarnar nýtast bæði fagfólki skóla sem og foreldrum. En markhópurinn eru börn sem lesið er fyrir, börn sem eru að stíga sín allra fyrstu skref í lestri og börn sem farin eru að lesa sjálf. Markmið verkefnisins er að hvetja til lesturs á norrænum barnabókum, að kynna norrænar barna- og unglingabækur fyrir fullorðnum lesendum og börnum og gera þær aðgengilegri.
Kennsluleiðbeiningarnar eru til á öllum tungumálum norðurlandanna, þar með töldum samísku og grænlensku.
Hér má leita eftir bókum og umfjöllunarefni.
Athugið að bækurnar sjálfar má nálgast á flestum bókasöfnum.
Þegar unnið er með ólæsum nemendum og foreldrum, sama hvort þau eru byrjendur í lestri á latneskt stafróf eða koma til landsins með rofna eða litla skólagöngu að baki, er hægt að nýta tæknina til þess að auðvelda íslensku- og lestrarnám.
Hér er dæmi um hvernig hægt er að taka saman stoðir fyrir unglinga sem koma til landsins án þekkingar á latneska stafrófinu. Hér hafa myndir og QR-kóðar verið sett saman í skjal til að gera efnið aðgengilegra.
stoðir – fyrstu skrefin fyrir persneskumælandi eftir Miðju máls og læsis – prentútgáfa á pdf – farsi
Stoðir – fyrstu skrefin fyrir arabískumælandi eftir Miðju máls og læsis Prentútgáfa á pdf – arabíska
Ráðgjafar og brúarsmiðir Miðju máls og læsis hafa tekið saman glærur á nokkrum tungumálum um tungumálastefnu fjölskyldunnar. Fjallað er um hvaða tungumál eru notuð innan fjölskyldunnar, hagnýt ráð fyrir foreldra um tungumálanotkun og leiðir til að viðhalda tungumálunum.
Glærurnar má nálgast hér fyrir neðan: