Fræðsla um tungumálastefnu fjölskyldunnar á fjölbreyttum tungumálum

Ráðgjafar og brúarsmiðir Miðju máls og læsis hafa tekið saman glærur á nokkrum tungumálum um tungumálastefnu fjölskyldunnar. Fjallað er um hvaða tungumál eru notuð innan fjölskyldunnar, hagnýt ráð fyrir foreldra um tungumálanotkun og leiðir til að viðhalda tungumálunum.

Glærurnar má nálgast hér fyrir neðan:

íslenska

enska

pólska

arabíska

spænska

Fræðsla um leikskólakerfið á fjölbreyttum tungumálum

Ráðgjafar og brúarsmiðir Miðju máls og læsis hafa útbúið glærur á nokkrum tungumálum um leikskólakerfið í Reykjavík.

Hér fyrir neðan má nálgast glærurnar;
íslenska

enska

pólska

arabíska

spænska

Ég og íslenska – orðalisti með myndum

forsida

Miðja máls og læsis er með myndaorðasafn í vinnslu handa yngri börnum sem vilja tjá sig en vantar ennþá orð og setningar á íslensku tungumáli. Orðasafnið er hannað sem stuðningur við samskipti fyrir börn sem eru að stíga sín fyrstu skref í íslensku tungumáli. Orðasafnið er ekki námsefni en hægt er að styðjast við það í einföldum samskiptum um daginn og veginn.

Leyfilegt er að nýta orðasafnið að hluta eða sem heild í skólastarfi, í frístundastarfi og sem viðbótar heimanám í samvinnu við heimili barnsins. Hægt er að skrifa þýðingar á sterkasta tungumáli barnsins við myndir með aðstoð foreldra eða fjöltyngdra starfsmanna skólans.

Athugið að orðalistinn er í sífelldri þróun. Ábendingar um orðasafnið má senda á mml (hjá) reykjavik.is.


Prentútgáfur á pdf

Ég tjái tilfinningar – íslenska 

Ég tjái tilfinningar – íslenska og filippseyska

Ég tjái tilfinningar – íslenska og arabíska

Ég tjái tilfinningar – spænska

Fræðsluefni fyrir foreldra tví- og fjöltyngdra barna

PEaCH er stytting á enska heitinu Preserving and promoting Europe’s cultural and linguistic heritage through empowerment of bilingual children and families, sem á íslensku væri mögulega hægt að þýða sem: Evrósk tungumálaarfleifð og menning sett í fókus með valdeflingu tvítyngdra barna og fjölskyldna.

Á foreldrasíðu PEaCH má finna mikið efni ætlað foreldrum. Búið er að þýða efnið á mörg evrópsk tungumál og hægt er að stilla leitarsíu eftir tungumáli neðst á síðunni. 

Ítarleg handbók frá PEaCH um máluppeldi. 

Hér fyrir neðan má finna stutt fræðslumyndbönd á ensku um hvernig foreldrar geta stutt við málþroska tví- og fjöltyngdra barna.

 

Veggspjöld um fjölmenningu

 

Í tengslum við Menntastefnumót 10. maí 2021 voru unnin tvö veggspjöld um fjölmenningu. Hér  fyrir ofan má sjá veggspjöldin og sækja í prentvænni útgáfu.

Annað veggspjaldið sýnir það sem börn í Reykjavík hafa verið að velta fyrir  sér og spyrja um. En hitt veggspjaldið vekur athygli á fjölbreytileikanum og hvernig hægt sé að fagna honum.

Ramadam

Ramadan

Helgisiðir Ramadan, helgimánaðar múslima
Ramadan er níundi mánuður íslamska tímatalsins og sá tími þegar Kóraninn, helgibók múslima, var opinberuð Múhammed, spámanni múslima (friður  og bæn sé með honum). Íslamska dagatalið miðast við tunglár og samanstendur af 354 dögum. Þess vegna hefst Ramadan 10 dögum fyrr á hverju vestrænu (gregorísku) ári en árið áður og með tímanum færist Ramadan í gegnum árstíðirnar.

 

Ramadan er tími bænar, umhugsunar um það sem skiptir máli í lífinu, sjálfið, einstaklingshegðun, sambönd og tengsl við aðra og heimspekilegar vangaveltur um tilgang þess að vera á jörðinni. Þetta er einnig sá tími sem múslimar læra meira um sjálfa sig, sjálfstjórn, tengsl sín við trúna and Allah (Subhanahu Wataala). Mest af tíma einstaklingsins á að vera tileinkaður Guði.

Múslimar reyna yfirleitt að ljúka fullum upplestri Kóransins meðan að á Ramadan stendur og þeir sem náð hafa kynþroskaaldri taka þátt í að fasta. Fastan felst í því að forðast að borða, drekka, reykja og stunda kynlíf frá sólarupprásar til sólarlags. Ramadan er sérstakur tími í huga flestra Múslima og tími til að muna eftir bágstöddum og þurfandi fólki með því að gefa, hjálpa, deila og sýna umhyggju.

 

 

Zakat (skattur)
Zakat hjálpar til við að tryggja stuðning við þurfandi og veitir jafna/réttláta dreifingu auðs milli einstaklingana. Orðið zakat þýðir bæði guðrækni og skírleiki, með áherslu á tengsl fjárhagslegrar ábyrðar við dyggð. Allir sem hafa efni á því að borga zakat þurfa að hjálpa fátæku fólki í Ramadan. Zakat er svipað og skattar hér á landi. Jafnvel þó að ríkt fólk og þeir sem eiga nóg þurfi alltaf að taka tillit til fátækra þá er Ramadan sérstakur tími til að minna á hina efnaminni og aðstoð við þá.

 

Ramadan er níundi mánuður íslamska tímatalsins, og markar upphaf Ramadan eða föstu mánuðinn. Ramadan 2025 byrjar 1. mars og stendur út mars mánuð og svo koll af kolli þar til það kemur aftur á sama tíma árs eftir um það bil 33 ár.

Mismunandi lengd daga sem tilheyrir norðlægum slóðum að sumri til gera að verkum að múslimar fasta á mismunandi hátt. Sumir fasta samkvæmt nágrannalöndum þar sem dagurinn er styttri, aðrir vilja frekar fasta samkvæmt þeirra eigin upprunalandi, þriðji hópurinn eru þeir sem fasta samkvæmt Mekka í Saudi Arabíu, og loks eru sumir sem eru að fasta frá sólarupprás til sólarlags hér á Íslandi sem gæti þýtt allt að 18-19 klukkustunda föstu án þess að borða eða drekka.


Í Ramadan eru nemendur í skóla og foreldrar sinna störfum sínum. Það getur verið þreytandi og stundum erfitt fyrir nemendur að stunda nám á þessum tíma. Það er gott fyrir kennara og þá sem eru að vinna með börnum múslima að að vera meðvitaðir um að sum börn vilja fasta með foreldrum sinum. Þau geta orðið þreytt og átt erfitt með að einbeita sér að náminu. Unglingarnir vilja stundum fara í bænastund á föstudegi í kringum hádegi. Þau geta fengið smá rými til að slaka á þegar hin börnin eru að fara í mat, í íþróttir eða í sund. Ef kennarinn tekur eftir því að barnið er mjög þreytt er gott að láta foreldra vita og ræða málið saman. Gott er að vera með smá fræðslu fyrir krakkana í bekknum um föstuhátíðina og hefðir og venjur sem tengjast Ramadan.

Hér má finna prentvænt pdf skjal með efni færslunnar

 

 

Bókabíó

Í leikskólanum Fífuborg er haldið bókabíó í hverjum mánuði. Þá bjóða elstu börnin öðrum börnum í leikskólanum í „bíó“. Heil bók er skönnuð inn og sett upp í glærusýningu. Kennarinn les bókina og skemmtilegast er þegar öll börnin geta verið með á bíósýningunni og tekið þátt í lifandi frásögn með texta og mynd. Hér má sjá nánari lýsingu á verkefninu