Verkefni sem styður tengslamyndun barna þvert á tungumál
Færslur
Myndaþema (Bildetema)
Búið er að uppfæra og endurvinna Bildetema myndaorðabókina á íslensku. Myndaorðabókin byggir á ljósmyndum og er þemaskipt. Hvert orð er tekið upp á íslensku og hægt er að hlusta á orðin.
Margir kaflanna skiptast í undirhugtök. Til dæmis inniheldur kaflinn um Manneskjur og líkama nokkra undirkafla.
Þegar valinn er kaflinn: Líffæri í líkamanum birtast hugtök sem eiga heima þar undir.
Myndaorðabókin er á nokkrum tungumálum og fleiri munu bætast við. Notendur geta valið sín uppáhalds tungumál og hoppað á milli þeirra með auðveldum hætti. Eftir að tungumál hefur verið stjörnumerkt birtist það efst í rauðu stikunni og þá er hægt að stökkva á milli tungumála með einum smelli.
Fjölmenningarsetur
Á þessari síðu finnur þú gagnlegar upplýsingar um það að flytja til eða búa á Íslandi og hvar er hægt að finna ítarlegri upplýsingar og aðstoð.
Fræðsla um tungumálastefnu fjölskyldunnar á fjölbreyttum tungumálum
Ráðgjafar og brúarsmiðir Miðju máls og læsis hafa tekið saman glærur á nokkrum tungumálum um tungumálastefnu fjölskyldunnar. Fjallað er um hvaða tungumál eru notuð innan fjölskyldunnar, hagnýt ráð fyrir foreldra um tungumálanotkun og leiðir til að viðhalda tungumálunum.
Glærurnar má nálgast hér fyrir neðan: