Færslur

Ég og íslenska – orðalisti með myndum

forsida

Miðja máls og læsis er með myndaorðasafn í vinnslu handa yngri börnum sem vilja tjá sig en vantar ennþá orð og setningar á íslensku tungumáli. Orðasafnið er hannað sem stuðningur við samskipti fyrir börn sem eru að stíga sín fyrstu skref í íslensku tungumáli. Orðasafnið er ekki námsefni en hægt er að styðjast við það í einföldum samskiptum um daginn og veginn.

Leyfilegt er að nýta orðasafnið að hluta eða sem heild í skólastarfi, í frístundastarfi og sem viðbótar heimanám í samvinnu við heimili barnsins. Hægt er að skrifa þýðingar á sterkasta tungumáli barnsins við myndir með aðstoð foreldra eða fjöltyngdra starfsmanna skólans.

Athugið að orðalistinn er í sífelldri þróun. Ábendingar um orðasafnið má senda á mml (hjá) reykjavik.is.


Prentútgáfur á pdf

Ég tjái tilfinningar – íslenska 

Ég tjái tilfinningar – íslenska og filippseyska

Ég tjái tilfinningar – íslenska og arabíska

Ég tjái tilfinningar – spænska

Fræðsluefni fyrir foreldra tví- og fjöltyngdra barna

PEaCH er stytting á enska heitinu Preserving and promoting Europe’s cultural and linguistic heritage through empowerment of bilingual children and families, sem á íslensku væri mögulega hægt að þýða sem: Evrósk tungumálaarfleifð og menning sett í fókus með valdeflingu tvítyngdra barna og fjölskyldna.

Á foreldrasíðu PEaCH má finna mikið efni ætlað foreldrum. Búið er að þýða efnið á mörg evrópsk tungumál og hægt er að stilla leitarsíu eftir tungumáli neðst á síðunni. 

Ítarleg handbók frá PEaCH um máluppeldi. 

Hér fyrir neðan má finna stutt fræðslumyndbönd á ensku um hvernig foreldrar geta stutt við málþroska tví- og fjöltyngdra barna.

 

Gæðamálörvun í daglegu starfi

Hér má finna veggspjald um gæðamálörvun í leikskólastarfi sem hægt er að prenta út og hengja upp. Best er að hengja veggspjaldið upp á stöðum þar sem margir hafa það fyrir augunum. Tilvalið er að prenta út aukaeintak og hengja í fataklefann þar sem foreldrar geta líka lesið þó veggspjaldið sé hannað með starfsfólk leikskóla í huga.

Gæðamálörvun í daglegu starfi

 

Leiðarvísir um stuðning við móðurmál og virkt tvítyngi í skóla- og frístundastarfi

Mennta- og menningarráðuneytið hefur gefið út Leiðarvísi um stuðning við móðurmál og virkt tvítyngi í skóla- og frístundastarfi. Í leiðarvísinum er að finna yfirgripsmikla umfjöllun um fjöltyngi barna og ungmenna. Sérstaklega er fjallað um hlutverk skóla- og frístundastarfs í tengslum við fjölbreytt málumhverfi barna en einnig er fjallað sérstaklega um tungumálastefnur og hlutverk foreldra. Frá blaðsíðu 19 er bent á ýmsar hagnýtar leiðir til þess að styðja við fjölbreytt tungumál í skólastarfi. Aftast má finna ábendingar til foreldra. Leiðarvísirinn hefur verið þýddur á pólsku og ensku.

 

Leidarvisir um studning vid modurmal_islenska

Leidarvisir um studning vid modurmal_polska

Leidarvisir um studning vid modurmal_enska

Námsefni í íslensku fyrir nemendur sem lesa og skrifa erlend tungumál

Á skólavefnum er til efni fyrir byrjendur í íslensku sem eru læsir á nokkur erlend tungumál. Efnið var ókeypis í fyrstu en nú þarf aðgang að skólavefnum til þess að nálgast það. Flestir skólar í Reykjavík eiga aðgang og efnið er til á pdf svo einfalt er að prenta það út.

Efnið er til á pólsku, litháísku, ensku, spænsku, filippseysku og úkraínsku. Fleiri tungumál eru væntanleg.

Pólska

Litháíska

Enska

Spænska

Filippseyska

Úkraínska

 

Frístundalæsi