Unnið með málstefnur í frístundastarfi
Færslur
Myndaþema (Bildetema)
Búið er að uppfæra og endurvinna Bildetema myndaorðabókina á íslensku. Myndaorðabókin byggir á ljósmyndum og er þemaskipt. Hvert orð er tekið upp á íslensku og hægt er að hlusta á orðin.
Margir kaflanna skiptast í undirhugtök. Til dæmis inniheldur kaflinn um Manneskjur og líkama nokkra undirkafla.
Þegar valinn er kaflinn: Líffæri í líkamanum birtast hugtök sem eiga heima þar undir.
Myndaorðabókin er á nokkrum tungumálum og fleiri munu bætast við. Notendur geta valið sín uppáhalds tungumál og hoppað á milli þeirra með auðveldum hætti. Eftir að tungumál hefur verið stjörnumerkt birtist það efst í rauðu stikunni og þá er hægt að stökkva á milli tungumála með einum smelli.
Auðskilið mál á RÚV
Á vef RÚV er nú hægt að lesa fréttir á auðskildu máli. Þetta frábæra framtak eykur aðgengi margra hópa að fréttum og fréttatengdu efni og nýtist mörgum hópum, ekki síst byrjendum og styttra komnum í íslensku.
Ásamt fréttum á auðlesnu og skýru máli eru einnig útskýringar á hugtökum.
Stoðir með QR kóðum fyrir ólæsa á íslenskt stafróf
Þegar unnið er með ólæsum nemendum og foreldrum, sama hvort þau eru byrjendur í lestri á latneskt stafróf eða koma til landsins með rofna eða litla skólagöngu að baki, er hægt að nýta tæknina til þess að auðvelda íslensku- og lestrarnám.
Hér er dæmi um hvernig hægt er að taka saman stoðir fyrir unglinga sem koma til landsins án þekkingar á latneska stafrófinu. Hér hafa myndir og QR-kóðar verið sett saman í skjal til að gera efnið aðgengilegra.
stoðir – fyrstu skrefin fyrir persneskumælandi eftir Miðju máls og læsis – prentútgáfa á pdf – farsi
Stoðir – fyrstu skrefin fyrir arabískumælandi eftir Miðju máls og læsis Prentútgáfa á pdf – arabíska