Færslur

Syngjandi skóli

Norræni bókagleypirinn

Á vefsíðu Norræna bókagleypisins má finna stuðningsefni í formi kennsluleiðbeininga með norrænum myndabókum. Leiðbeiningunum er ætlað að styðja við mál- og lesskilning barna og dýpka upplifun barnsins af myndabókinni. Leiðbeiningarnar nýtast bæði fagfólki skóla sem og foreldrum. En markhópurinn eru börn sem lesið er fyrir, börn sem eru að stíga sín allra fyrstu skref í lestri og börn sem farin eru að lesa sjálf. Markmið verkefnisins er að hvetja til lesturs á norrænum barnabókum, að kynna norrænar barna- og unglingabækur fyrir fullorðnum lesendum og börnum og gera þær aðgengilegri.

Kennsluleiðbeiningarnar eru til á öllum tungumálum norðurlandanna, þar með töldum samísku og grænlensku.

Hér má leita eftir bókum og umfjöllunarefni.

Athugið að bækurnar sjálfar má nálgast á flestum bókasöfnum.

Fræðsla um málþroska leikskólabarna á fjölbreyttum tungumálum

Ráðgjafar og brúarsmiðir Miðju máls og læsis hafa útbúið glærur á nokkrum tungumálum um málþroska leikskólabarna, með áherslu á fjöltyngd börn.

Hér fyrir neðan má nálgast glærurnar:

íslenska

enska

pólska

arabíska

spænska

Fræðsluefni fyrir foreldra tví- og fjöltyngdra barna

PEaCH er stytting á enska heitinu Preserving and promoting Europe’s cultural and linguistic heritage through empowerment of bilingual children and families, sem á íslensku væri mögulega hægt að þýða sem: Evrósk tungumálaarfleifð og menning sett í fókus með valdeflingu tvítyngdra barna og fjölskyldna.

Á foreldrasíðu PEaCH má finna mikið efni ætlað foreldrum. Búið er að þýða efnið á mörg evrópsk tungumál og hægt er að stilla leitarsíu eftir tungumáli neðst á síðunni. 

Ítarleg handbók frá PEaCH um máluppeldi. 

Hér fyrir neðan má finna stutt fræðslumyndbönd á ensku um hvernig foreldrar geta stutt við málþroska tví- og fjöltyngdra barna.

 

Bókabíó

Í leikskólanum Fífuborg er haldið bókabíó í hverjum mánuði. Þá bjóða elstu börnin öðrum börnum í leikskólanum í „bíó“. Heil bók er skönnuð inn og sett upp í glærusýningu. Kennarinn les bókina og skemmtilegast er þegar öll börnin geta verið með á bíósýningunni og tekið þátt í lifandi frásögn með texta og mynd. Hér má sjá nánari lýsingu á verkefninu

Tví- og fjöltyngi

Búið er að þýða bæklinga um tví- og fjöltyngi yfir á íslensku. Útgefandi bæklinganna og ábyrgðaraðili er  Centre Comprendre et Parler asbl, 101 Rue de la Rive, 1200 Bruxelles. Ritstjóri er Pauline Vanderstraten talmeinafræðingur.
Bæklingarnir eru þrír talsins og ætlaðir foreldrum og starfsfólki leik- og grunnskóla. Bæklingarnir koma upphaflega út á frönsku eru til á nokkrum tungumálum inni á síðu Aloadiversite. Bæklingunum er ætlað að vera ítarefni til viðbótar foreldraviðtali með ráðgjöf eða foreldrafræðslu um málheim fjöltyngdra barna og gæðamálörvun.

Foreldri bregst við tjáningu barnsins síns – bæklingur á pdf

Arabíska Hollenska Enska  Franska Pólska Tyrkneska

Tvítyngt barn og tungumál þess – bæklingur á pdf

Arabíska Hollenska Enska  Franska Pólska Tyrkneska

Málþroski tvítyngdra barna – bæklingur á pdf


Arabíska Hollenska Franska  Enska Pólska Tyrkneska

Gæðamálörvun í daglegu starfi

Hér má finna veggspjald um gæðamálörvun í leikskólastarfi sem hægt er að prenta út og hengja upp. Best er að hengja veggspjaldið upp á stöðum þar sem margir hafa það fyrir augunum. Tilvalið er að prenta út aukaeintak og hengja í fataklefann þar sem foreldrar geta líka lesið þó veggspjaldið sé hannað með starfsfólk leikskóla í huga.

Gæðamálörvun í daglegu starfi

 

Leiðarvísir um stuðning við móðurmál og virkt tvítyngi í skóla- og frístundastarfi

Mennta- og menningarráðuneytið hefur gefið út Leiðarvísi um stuðning við móðurmál og virkt tvítyngi í skóla- og frístundastarfi. Í leiðarvísinum er að finna yfirgripsmikla umfjöllun um fjöltyngi barna og ungmenna. Sérstaklega er fjallað um hlutverk skóla- og frístundastarfs í tengslum við fjölbreytt málumhverfi barna en einnig er fjallað sérstaklega um tungumálastefnur og hlutverk foreldra. Frá blaðsíðu 19 er bent á ýmsar hagnýtar leiðir til þess að styðja við fjölbreytt tungumál í skólastarfi. Aftast má finna ábendingar til foreldra. Leiðarvísirinn hefur verið þýddur á pólsku og ensku.

 

Leidarvisir um studning vid modurmal_islenska

Leidarvisir um studning vid modurmal_polska

Leidarvisir um studning vid modurmal_enska