Áfram íslenska – staða og framtíð íslenskukennslu í skólum landsins

Þann 1. apríl 2019 skipulagði mennta- og menningarmálaráðuneytið ráðstefnu um íslenskukennslu í skólum landsins í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Kennarasambands Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga.

Þeir sem ekki komust á ráðstefnuna geta horft á upptöku af henni inn á vef stjórnarráðs Íslands, undir nafninu Áfram íslenska.

Ráðstefnugestir fengu meðal annars bókamerki sem á stóð. ,,Lesum, skrifum, tölum, sköpum, grínumst, hrópum, hvíslum, snöppum, rýnum, hugsum, smíðum ný orð og fögnum á okkar máli. Allt er hægt á íslensku.“