Fræðslusíða um tal og málþroska barna
#meinlaust
Jafnréttisstofa stendur fyrir vitundarvakningu sem ætlað er að vekja athygli á birtingarmyndum áreitni í samfélaginu. Verkefninu fylgja veggspjöld sem hægt er að skoða á netinu eða prenta út. Kynbundin áreitni […]
Íslenskur námsorðaforði
Út er komin grein eftir Auði Pálsdóttur og Dr. Sigríði Ólafsdóttur um lista yfir íslenskan námsorðaforða (LÍNO-2). Í greininni er farið yfir tilurð listans og þær rannsóknir sem byggt er á.
Listinn ætti að vera skyldulesning allra grunnskólakennara þar sem hann byggir á tíðni orða í íslensku lesmáli. Orðin eru flokkuð eftir tíðni og þau eru greind niður á orðflokka. Það er áhugavert að skoða einstaka orðflokka út frá tíðni.
Listanum má hlaða niður hér. Skráin er á CSV sniði sem þarf að flytja sérstaklega inn í Excel svo hægt sé að vinna með skrána. Hér má hlaða niður excel skránni.
Einnig er hægt að skoða hann hér á síðunni:
Myndaþema (Bildetema)
Búið er að uppfæra og endurvinna Bildetema myndaorðabókina á íslensku. Myndaorðabókin byggir á ljósmyndum og er þemaskipt. Hvert orð er tekið upp á íslensku og hægt er að hlusta á orðin.
Margir kaflanna skiptast í undirhugtök. Til dæmis inniheldur kaflinn um Manneskjur og líkama nokkra undirkafla.
Þegar valinn er kaflinn: Líffæri í líkamanum birtast hugtök sem eiga heima þar undir.
Myndaorðabókin er á nokkrum tungumálum og fleiri munu bætast við. Notendur geta valið sín uppáhalds tungumál og hoppað á milli þeirra með auðveldum hætti. Eftir að tungumál hefur verið stjörnumerkt birtist það efst í rauðu stikunni og þá er hægt að stökkva á milli tungumála með einum smelli.
Málþroskaröskun DLD
Hér má finna tengla á gagnlegar síður um málþroskaröskun DLD.
Ramadan
Helgisiðir Ramadan, helgimánaðar múslima
Ramadan er níundi mánuður íslamska tímatalsins og sá tími þegar Kóraninn, helgibók múslima, var opinberuð Múhammed, spámanni múslima (friður og bæn sé með honum). Íslamska dagatalið miðast við tunglár og samanstendur af 354 dögum. Þess vegna hefst Ramadan 10 dögum fyrr á hverju vestrænu (gregorísku) ári en árið áður og með tímanum færist Ramadan í gegnum árstíðirnar.
Ramadan er tími bænar, umhugsunar um það sem skiptir máli í lífinu, sjálfið, einstaklingshegðun, sambönd og tengsl við aðra og heimspekilegar vangaveltur um tilgang þess að vera á jörðinni. Þetta er einnig sá tími sem múslimar læra meira um sjálfa sig, sjálfstjórn, tengsl sín við trúna and Allah (Subhanahu Wataala). Mest af tíma einstaklingsins á að vera tileinkaður Guði.
Múslimar reyna yfirleitt að ljúka fullum upplestri Kóransins meðan að á Ramadan stendur og þeir sem náð hafa kynþroskaaldri taka þátt í að fasta. Fastan felst í því að forðast að borða, drekka, reykja og stunda kynlíf frá sólarupprásar til sólarlags. Ramadan er sérstakur tími í huga flestra Múslima og tími til að muna eftir bágstöddum og þurfandi fólki með því að gefa, hjálpa, deila og sýna umhyggju.
Zakat (skattur)
Zakat hjálpar til við að tryggja stuðning við þurfandi og veitir jafna/réttláta dreifingu auðs milli einstaklingana. Orðið zakat þýðir bæði guðrækni og skírleiki, með áherslu á tengsl fjárhagslegrar ábyrðar við dyggð. Allir sem hafa efni á því að borga zakat þurfa að hjálpa fátæku fólki í Ramadan. Zakat er svipað og skattar hér á landi. Jafnvel þó að ríkt fólk og þeir sem eiga nóg þurfi alltaf að taka tillit til fátækra þá er Ramadan sérstakur tími til að minna á hina efnaminni og aðstoð við þá.
Ramadan er níundi mánuður íslamska tímatalsins, og markar upphaf Ramadan eða föstu mánuðinn. Ramadan 2025 byrjar 1. mars og stendur út mars mánuð og svo koll af kolli þar til það kemur aftur á sama tíma árs eftir um það bil 33 ár.
Mismunandi lengd daga sem tilheyrir norðlægum slóðum að sumri til gera að verkum að múslimar fasta á mismunandi hátt. Sumir fasta samkvæmt nágrannalöndum þar sem dagurinn er styttri, aðrir vilja frekar fasta samkvæmt þeirra eigin upprunalandi, þriðji hópurinn eru þeir sem fasta samkvæmt Mekka í Saudi Arabíu, og loks eru sumir sem eru að fasta frá sólarupprás til sólarlags hér á Íslandi sem gæti þýtt allt að 18-19 klukkustunda föstu án þess að borða eða drekka.
Í Ramadan eru nemendur í skóla og foreldrar sinna störfum sínum. Það getur verið þreytandi og stundum erfitt fyrir nemendur að stunda nám á þessum tíma. Það er gott fyrir kennara og þá sem eru að vinna með börnum múslima að að vera meðvitaðir um að sum börn vilja fasta með foreldrum sinum. Þau geta orðið þreytt og átt erfitt með að einbeita sér að náminu. Unglingarnir vilja stundum fara í bænastund á föstudegi í kringum hádegi. Þau geta fengið smá rými til að slaka á þegar hin börnin eru að fara í mat, í íþróttir eða í sund. Ef kennarinn tekur eftir því að barnið er mjög þreytt er gott að láta foreldra vita og ræða málið saman. Gott er að vera með smá fræðslu fyrir krakkana í bekknum um föstuhátíðina og hefðir og venjur sem tengjast Ramadan.
Hér má finna prentvænt pdf skjal með efni færslunnar
Leiðarvísir um stuðning við móðurmál og virkt tvítyngi í skóla- og frístundastarfi
Mennta- og menningarráðuneytið hefur gefið út Leiðarvísi um stuðning við móðurmál og virkt tvítyngi í skóla- og frístundastarfi. Í leiðarvísinum er að finna yfirgripsmikla umfjöllun um fjöltyngi barna og ungmenna. Sérstaklega er fjallað um hlutverk skóla- og frístundastarfs í tengslum við fjölbreytt málumhverfi barna en einnig er fjallað sérstaklega um tungumálastefnur og hlutverk foreldra. Frá blaðsíðu 19 er bent á ýmsar hagnýtar leiðir til þess að styðja við fjölbreytt tungumál í skólastarfi. Aftast má finna ábendingar til foreldra. Leiðarvísirinn hefur verið þýddur á pólsku og ensku.
Leidarvisir um studning vid modurmal_islenska
Tveir fjöltyngdir drengir á Íslandi: Þróun tungumálaforða í tíu ár
Tveir fjöltyngdir drengir á Íslandi: Þróun tungumálaforða í tíu ár er grein sem var birt í Skímu tímariti Samtaka móðurmálskennara árið 2019. Höfundar greinarinnar eru Renata Emilsson Peskova og Kriselle Lou Suson Jónsdóttir.
Þetta er langtímarannsókn um tvo fjöltyngda drengi og fjallar um viðhorf til og notkun tungumálana í umhverfi barnanna ásamt samantekt á frammistöðu þeirra í íslensku í 10 ár.
Leiðsagnarnám – Nanna Kristín Christiansen
Í kaflanum Fjölbreyttar matsaðferðir í aðalnámskrá grunnskóla, 2011 segir: Kennarar þurfa að hjálpa börnum og ungmennum til raunhæfs sjálfsmats, gera þeim grein fyrir markmiðum náms og hvernig miðar í átt að þeim. Leggja skal áherslu á leiðsagnarmat þar sem nemendur velta reglulega fyrir sér námi sínu með kennurum sínum til að nálgast eigin markmið í náminu og ákveða hvert skuli stefna. Nemendum þarf að vera ljóst hvaða viðmið eru lögð til grundvallar í matinu.
John Hattie og Shriley Clarke sem eru virtir sérfræðingar í leiðsagnarmati (formative assessment) segja að leiðsagnarmat snúist um að kennarinn notar endurgjöf/leiðsögn til að styðja nemandann í átt að námsmarkmiðum sínum frá þeim stað sem hann er á.
Kennarinn og nemendur meta sífellt stöðu og framfarir nemenda en kennarinn nýtir niðurstöðurnar til að rýna í eigin kennslu og taka ákvarðanir um næstu skref. Með leiðsagnarmati er megin áherslan á það sem gert er við niðurstöður matsins fremur en á matið sjálft, öfugt við það sem einkennir lokamat.
Skólar í Reykjavík sem eru að þróa leiðsagnarmat hafa kosið að nota orðið leiðsagnarnám til að undirstrika að þunginn er á námið fremur en á matið.
Lykil hugtakið í leiðsagnarnámi er endurgjöf/leiðsögn. Forsendur endurgjafar/leiðsagnar er að nemandinn geti nýtt sér hana til að nálgast markmið sitt. Rannsóknir sýna að til að endurgjöfin/leiðsögnin hafi þau áhrif sem að er stefnt þarf námsmenningin að einkennast af trausti nemenda til kennara, ríkum væntingum kennara til allra nemenda, getublöndun, virkri samvinnu, viðurkenningu á því að mistök eru eðlilegur hluti náms, vaxandi hugarfari þ.á.m. þrautseigju og skilningi nemenda á því hvernig nám fer fram. Námsmenningin einkennist jafnframt af því að nemendur læra saman og hver af öðrum, þess vegna eru samræður áberandi og kennarinn vekur athygli á því sem vel er gert og því sem má læra af.
Þegar unnið er með leiðsagnarnám þurfa nemendur alltaf að þekkja námsmarkmið sín og vita hvað þeir eiga að læra í hverri kennslustun (lotu). Til að þeir geti unnið verkefni sín eins og til er ætlast þurfa þeir einnig að vita hvernig gott verkefni á að vera.
Skólaárið 2017 – 2018 var unnið þróunarverkefni um leiðsagnarmat og skráðu 17 grunnskólar sig til leiks. Þó svo að formlegri þróunarvinnu sé lokið þá er þetta verkefni enn í gangi og alltaf nýir grunnskólar að bætast í hópinn.
Þróunarskýrsluna Leiðsagnarmat er málið má finna hér.
Börn sem eru sein til máls: Áhrif þjálfunar á orðaforða barns á þriðja ári
Áhugaverð grein í Netlu um árangursríka orðaforðavinnu með ungu barni. Greinin byggir á rannsókn þar sem verið var að skoða áhrif þjálfunar á orðafroða barns á þriðja ári, sem var seint til máls.