Stuðningslestur
Hér má finna skjal, um vinnulag við stuðningslestur, til útprentunar.
Hér má finna skjal, um vinnulag við stuðningslestur, til útprentunar.
Hér má finna skjal til útprentunar um þrep í lestri.
Flestir leikskólar eiga bókina Snemmtæk íhlutun í málörvun tveggja til þriggja ára barna. Með bókinni fylgdu ákveðnar bjargir sem finna má hér.
Bakhjarlar skóla- og frístundastarfs er stuðningur við foreldra, kennara og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi um allt land.
Söngvabankinn er vefsíða í stöðugri vinnslu. Söngvabankinn inniheldur algenga söngva sem sungnir eru í íslenskum leikskólum.
Heiðurinn af þessari síðu eiga Bjarki Guðmundsson meistaranemi, MVS, HÍ og Helga Rut Guðmundsdóttir prófessor, MVS, HÍ. Í meistaraverkefni Valdísar Ýr Vigfúsdóttur kemur fram hver vinsælustu sönglögin í íslenskum leikskólum eru og var byrjað á að vinna Sögubankann út frá þeim lista.
Við fáum mjög oft spurningar um hvaða tungumál eigi að nota við nýja nemendur af erlendum uppruna. Það er auðvitað ekkert eitt rétt svar við þeirri spurningu enda börnin mörg og með fjölbreytta reynslu í farteskinu auk þess að aðstæður samskiptanna geta verið ólíkar.
Það má samt alveg nota þá þumalfingursreglu að bjóða alltaf íslenskuna fyrst og síðast, sama hvaða stoðir við nýtum okkur til þess að gera okkur skiljanleg.
Í samlokunni er íslenskan brauðið, skilaboðin eru áleggið sama hvaða fjölbreyttu aðferðir við nýtum okkur til þess að þau komist örugglega til skila.
Á haustráðstefnu um Byrjendalæsi 2016 var Steven L. Layne, prófesssor í læsisfræðum við Judson University í Elgin, Illinos, BNA, aðalfyrirlesari. Fyrirlestur hans bar nafnið ,,Successful Strategies for Building Lifetime Readers.“ Hann talaði af miklum eldmóð um bókalestur og mikilvægi þess að kveikja áhugann. Fylla ætti skólana af bókaormum og lestrarhestum.
Steven L. Layne hefur m.a. gefið út bókina In Defense of Read-Aloud Sustaning Best Practice.
Hér eru skjöl sem sett voru saman út frá hugmyndum Stevens:
Hér má finna skjal með ýmsum hagnýtum upplýsingum, fyrir kennara, foreldra og nemendur, um dyslexíu.
Á vef Menntamálastofnunar má finna hlustunarefni sem fylgir með námsefninu Syngjandi skóli. Þarna er að finna 88 lög sem sundin eru af börnum úr Kársnesskóla og með hverju lagi er einnig leikin útgáfa.
Söguskjóður og sagnaskjattar er ein af mörgum vefum sem Anna Elísa Hreiðarsdóttir leikskólakennari og lektor við Háskólann á Akureyri heldur úti.