Til fjölda ára hefur markvisst verið unnið að sögubókagerð með elstu börnunum í leikskólanum Gullborg.

Hvert barn semur sína sögu og kennari skráir hana niður. Síðan útbýr barnið bók og skrifa söguna í hana, ásamt því að myndskreyta. Jafnframt eru gerðar leikbrúður.

Börnin segja 1. bekkingum í Grandaskóla söguna og svara spurningum.

Þetta verkefni er í stöðugri þróun og hefur alltaf verið jafn skemmtilegt.