Ritun
Ritun felur í sér að samþætta alla þætti tungumálsins. Ritun er meðal annars umskráning, stafsetning og miðlun.
Ritun felur í sér að samþætta alla þætti tungumálsins. Ritun er meðal annars umskráning, stafsetning og miðlun.
Ritun þarf að kenna samhliða lestrarkennslu. Hún leiðir til meiri lesturs, eykur orðaforða og eflir rökhugsun. Allur lestur styður því við ritun og öll ritun styður við lestur. Ritun krefst skipulags og að nemendur nýti sér þekkingargrunn sinn, reynslu og upplifanir til að koma frásögnum sínum á blað.