Færslur

Syngjandi skóli

Neysluveislan

Aðgengilegt lestrarumhverfi

Milli mála prófið

Forsíða Bildetema

Endurbætt Myndaþema (Bildetema)

Búið er að uppfæra og endurvinna Bildetema myndaorðabókina á íslensku. Myndaorðabókin byggir á ljósmyndum og er þemaskipt. Hvert orð er tekið upp á íslensku og hægt er að hlusta á orðin.

Margir kaflanna skiptast í undirhugtök. Til dæmis inniheldur kaflinn um Manneskjur og líkama nokkra undirkafla.

Þegar valinn er kaflinn: Líffæri í líkamanum birtast hugtök sem eiga heima þar undir.

 

Myndaorðabókin er á nokkrum tungumálum og fleiri munu bætast við. Notendur geta valið sín uppáhalds tungumál og hoppað á milli þeirra með auðveldum hætti. Eftir að tungumál hefur verið stjörnumerkt birtist það efst í rauðu stikunni og þá er hægt að stökkva á milli tungumála með einum smelli.

 

Auðskilið mál á RÚV

Á vef RÚV er nú hægt að lesa fréttir á auðskildu máli. Þetta frábæra framtak eykur aðgengi margra hópa að fréttum og fréttatengdu efni og nýtist mörgum hópum, ekki síst byrjendum og styttra komnum í íslensku.

Ásamt fréttum á auðlesnu og skýru máli eru einnig útskýringar á hugtökum.

Skilaboð frá skóla

Nýuppfærður vefur Reykjavíkurborgar hefur skilið ýmislegt gott efni eftir á gamla vefnum. Efnið er ekki horfið.
Hægt er að nálgast skilaboð frá skóla síðuna hér.

Gamli vefurinn er enn aðgengilegur á
2021.reykjavik.is

 

Norræni bókagleypirinn

Á vefsíðu Norræna bókagleypisins má finna stuðningsefni í formi kennsluleiðbeininga með norrænum myndabókum. Leiðbeiningunum er ætlað að styðja við mál- og lesskilning barna og dýpka upplifun barnsins af myndabókinni. Leiðbeiningarnar nýtast bæði fagfólki skóla sem og foreldrum. En markhópurinn eru börn sem lesið er fyrir, börn sem eru að stíga sín allra fyrstu skref í lestri og börn sem farin eru að lesa sjálf. Markmið verkefnisins er að hvetja til lesturs á norrænum barnabókum, að kynna norrænar barna- og unglingabækur fyrir fullorðnum lesendum og börnum og gera þær aðgengilegri.

Kennsluleiðbeiningarnar eru til á öllum tungumálum norðurlandanna, þar með töldum samísku og grænlensku.

Hér má leita eftir bókum og umfjöllunarefni.

Athugið að bækurnar sjálfar má nálgast á flestum bókasöfnum.