Skaðsemi hávaða í námsumhverfi barna

Dr. Valdís  Ingibjörg Jónsdóttir, menntaður grunnskólakennari, heyrnar- og talmeinafræðingur með mastersgráðu (M.Phil frá Strathclyde University; Glasgow 1996) og doktors- gráðu (PhD frá Tampere í Finnlandi, 2003) í rödd og raddumhirðu (voice ergonomics). Hún hefur sinnt ýmsum rannsóknum á röddum kennara þar sem niðurstöður hafa verið birtar hérlendis sem erlendis og verið með fyrirlestra um rödd og hávaða.

Hún heldur úti vefsíðunni Rödd þar sem má finna margan fróðleik.

Dr. Valdís Ingibjörg hefur ritað margar greinar og meðal annars um hávaða í umhverfi barna sem hefur skaðleg áhrif á lestrarnám sem annað nám. Grein þessi birtist í Heimili og skóla 2015 en á fullt erindi til okkar í dag. Nálgast má greining hérna.

Fjölmiðlafólk hefur verið duglegt að taka viðtal við Valdísi Ingibjörgu sem nálgast má inn á vefsíðunni Rödd. Í viðtali í Fréttablaðinu (12. des. 2019) telur hún að hávaði sé rótin að versnandi árangri íslenskra nemenda í PISA – könnuninni. Í niðurlaginu kemur eftirfarandi fram sem er umhugsunarvert fyrir leikskólana:

Valdís segir börn eiga erfiðara með að vinna í hávaða en fullorðnir. „Við sjálf treystum okkur ekki til að vinna við þær aðstæður sem börn eru í þegar þau sitja í kennslustund. Á sama tíma eru þau viðkvæmari fyrir hávaða en fullorðnir af líffræðilegum ástæðum, hlust þeirra er styttri og heyrnarfæri þeirra ekki eins þroskuð og fullorðinna. Sama á við um málþroska, þau eiga erfiðara með að hlusta sér til skilnings,“ segir Valdís. „Það er ekki hægt að einblína bara á lestur, það þarf að tryggja að málfarslegar undirstöður séu í lagi.“

Telur hún að tækla þurfi vandamálið áður en börn fara í grunnskóla. „Það þarf fyrst og fremst að eiga sér stað vakning um skaðsemi hávaða. Svo þarf strax í leikskóla að ná hávaðanum niður. Þannig þarf að fækka börnum í hópi til að þau læri ekki að hávaði sé eina leiðin til að láta í sér heyra.“

 

 

Read – sammen om læsning – vefsíða

Á vefsíðunni Read – sammen om læsning eru ýmsar leiðbeiningar til foreldra, bæði sem skjöl og myndbönd, á mörgum tungumálum.

Voice Dream Reader – smáforrit

Voice Dream Reader er smáforrit sem nýtist þeim sem eru í lestrarvanda. Smáforritið les texta upphátt og er hægt að opna í því bækur og skjöl. Með viðbót má setja inn íslenskar raddir og skanna. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Voice Dream.

Leturgerð fyrir lesblinda

Í öllum tölvum í skólum Reykjavíkurborgar má finna leturgerðina Open dyslexia í ritvinnsluforritinu Word. Þessi leturgerð hentar mörgum sem eru lesblindir.

Leiðsagnamat – kynningamyndband

Hér má finna myndband með stuttri og skemmtilegri kynningu á áherslum leiðsagnamats.

Börn og tónlist – vefsíða

Börn og tónlist er vefsíða sem inniheldur hugmyndir að fjölbreyttu tónlistarstarfi í leikskóla. Vefsíðan er í umsjá Brite Harksen.

Leikur að bókum – vefsíða

Leikur að bókum – Möguleikar barnabóka í leikskóla – er vefsíða sem er hugsuð sem hugmyndabanki fyrir alla sem leita nýrra leiða til að vinna með barnabækur í leikskóla. Á bak við vefinn standa einkum tvær persónur þær Ingibjörg Ásdís Sveinsdóttir og Birte Harksen.