Nám í Reykjavíkurborg stutt af neti – vefsíða
Inn á heimasíðunni Nám í Reykjavíkurborg stutt af neti er gagnlegt efni fyrir þá sem eru að nýta rafræna miðla í námi.
Inn á heimasíðunni Nám í Reykjavíkurborg stutt af neti er gagnlegt efni fyrir þá sem eru að nýta rafræna miðla í námi.
Inn á heimasíðu Menntastefnu Reykjavíkurborgar er mikill fróðleikur og ört vaxandi verkfærakista.
Voice Dream Reader er smáforrit sem nýtist þeim sem eru í lestrarvanda. Smáforritið les texta upphátt og er hægt að opna í því bækur og skjöl. Með viðbót má setja inn íslenskar raddir og skanna. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Voice Dream.
Í öllum tölvum í skólum Reykjavíkurborgar má finna leturgerðina Open dyslexia í ritvinnsluforritinu Word. Þessi leturgerð hentar mörgum sem eru lesblindir.
Hér má finna myndband með stuttri og skemmtilegri kynningu á áherslum leiðsagnamats.
Börn og tónlist er vefsíða sem inniheldur hugmyndir að fjölbreyttu tónlistarstarfi í leikskóla. Vefsíðan er í umsjá Brite Harksen.
Leikur að bókum – Möguleikar barnabóka í leikskóla – er vefsíða sem er hugsuð sem hugmyndabanki fyrir alla sem leita nýrra leiða til að vinna með barnabækur í leikskóla. Á bak við vefinn standa einkum tvær persónur þær Ingibjörg Ásdís Sveinsdóttir og Birte Harksen.
Stafagaldur – Ævintýralegur læsisvefur fyrir leikskóla – er vefsvæði sem fjallar um hljóðkerfisstyrkjandi sögur og leiki handa eldri börnum í leikskóla.
Læsisvefurinn hjá Menntamálastofnun er kominn í loftið. Þar má finna margt um forsendur læsis, lesfimi, orðaforði og lesskilningur, ritun og lestrarmenning.
Þar sem smáforritið Orðagull er til í mörgum spjaldtölvum og hefur verið frítt til niðurhals, þá getur verið gott að hafa leiðbeiningar við hendina. Leiðbeiningarnar má nálgast hér.